Fimmtudagur, 5. janúar 2017
Afþreying styrkt á kostnað lífsviðurværis
Höfum eitt á hreinu:
Þegar yfirvöld veita skattfé í íþróttir, tölvuleikjagerð, kvikmyndagerð, leikhús eða aðra listsköpun eru þau að niðurgreiða afþreyingu með lífsviðurværi fólks.
Fólk þarf að sætta sig við verri klæði, bíla, hús og matvæli til að fjármagna aukna afþreyingu.
Með slíkum niðurgreiðslum eru yfirvöld að ákveða að í stað þess að borða góða steik eigi fólk að láta tímann líða yfir glápi á einhverja afþreyingu, hvort sem hún er á striga, leiksviði, skjá eða í íþróttahöll.
Og gott og vel, sumir vilja sjálfsagt að fólk fórni fríinu sínu til að góna á niðurgreidda kvikmynd á sjónvarpsskjá svo greyins leikarastéttin hafi eitthvað að gera og eru hreinskilnir með þá afstöðu sína.
Og margir hugsa sjálfsagt með sér að á meðan almenningur er vel búinn í afþreyingardeildinni þá geri hann ekkert af sér eins og að fara á fyllerí eða sólbrenna sig á erlendri sólarströnd.
Og margir hugsa sjálfsagt með sér að niðurgreidd afþreying sé góð því annars er engin leið að láta allan þennan frítíma líða.
Og svo eru þeir eflaust til sem telja að sumt verði bara að vera til hvort sem einhver markaður sé fyrir því eða ekki og fela ekkert þá afstöðu sína.
Persónulega finnst mér ekki að ríkið hafi rétt á því að ráðskast svona með tíma og eigur annarra - að niðurgreiða tímaeyðslu og afþreyingu með lífsviðurværi fólks - en vonandi er ég ekki einn um þá afstöðu.
Þetta verður algjör bylting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Athugasemdir
Nei, þú ert ekki einn um þá afstöðu. Vinstri menn ætla ekki að ná þessu. Þeir krefjast kosninga, eru allt annað en ánægðir með niðurstöðuna en halda þá að lausnin sé að skipta enn eina ferðina um nafn. Þeir halda líka að skattgreiðendur nenni endalaust að tuða yfir því hvort sé skárra: að borga undir listamenn eða bændur. Það er síðan sérstakur brandari hvað þeim fannst Samfylkingaratriðið í skaupinu fyndið, grútmáttlaust og góðlátlegt sem það nú var. Þau halda að það sé svo lýsandi fyrir vandann sem við blasir. Atriði Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar var hins vegar tær snilld. Þeir náðu svo einstaklega vel mannfyrirlitningunni sem einkennir þetta lið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.