Fimmtudagur, 29. desember 2016
Sjómenn bíta höndina sem fóðrar þá
Að heill hópur manna geti einfaldlega lagt niður störf án þess að vera sagt upp er furðulegt fyrirkomulag. Löggjafinn heimilar svona hegðun en ekki fyrir alla. Þeir sem njóta þessa bareflis geta einfaldlega lamið á atvinnurekendum sínum þar til þeir bugast. Niðurskurðurinn bitnar svo á hluthöfum og þeim starfsmönnum sem hafa ekki þetta barefli í farteski sínu.
Núna bíta og naga sjómenn í höndina sem fóðrar þá. Fórnarlömbin eru svo annað starfsfólk í sjávarútvegnum. Sjómenn vilja njóta ágóðans þegar gengið er hagstætt, nóg er af veiðiheimildum og fiskverð er hátt en að aðrir taki á sig skellinn þegar gengið verður þeim óhagstæðara. Þeir vilja belti og axlarbönd á meðan aðrir eiga að ganga um á brókinni, berskjaldaðir fyrir öllu fyrirséðu og ófyrirséðu.
Sjómenn eru ekki einir um að haga sér svona. Verkfalls"vopninu" er bíða beitt á þá sem löggjafinn hefur ekki blessað með sérstöku vopnabúri. Þetta er lagaleg mismunun sem ber að afnema.
Uppsagnirnar ekkert einsdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Almennt um verkfallsvopnið; almennir launamenn sem fara í verkfall vita að ef þeir ganga of langt, fer fyrirtækið á hausinn og þá tapa þeir líka. Þess vegna ganga almennir launamenn (sjómenn t.d.) yfirleitt ekki of langt. Verkföll opinberra starfsmanna eru annars eðlis, ríkið fer aldri á hausinn og því lengra sem verkfallið er, því meiri yfirvinna þegar þvi lýkur.
Um sjómenn: Laun sjómanna hafa í býsna langann tíma verið þannig að aflaverðmætinu er skipt í tvennt, útgerðin fær annan hlutann og áhöfninn hinn. Sjómenn vilja einfaldlega að þetta verði svona áfram. Núna er nefninlega staðan þannig að margir útgerðarmenn (stærsti hluti flotans) fiffa verðið til (kaupa af sjálfum sér á lágu verði) og því kemur lægra verð til skipta fyrir áhöfnina en ætti að vera. Þetta kallast á mannamáli að stela af sjómönnum. Þar að auki er áhöfnin líka skikkuð til að borga hluta af kostnaði útgerðarinnar bæði við rekstur og nýsmíði og það eru sjómenn eðlilega ekki sáttir við; útgerðin fær sinn hlut og á að sinna sínu fyrir þann hlut.
Útgerðin þarf því ekki annað en að fara að koma heiðarlega fram og þá verður ekkert verkfall.
Þegar gengið var lægra og meira fékkst í krónum, var útgerðin það heppin að græða bæði vel sjálf og laun sjómanna voru líka það góð af þessum sökum að þeir sættu sig frekar við óheiðarleikann, en þeir gera það bara ekki lengur.
ls (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 09:42
Sjómenn ættu að vara sig. Útgerðin gæti allt eins ákveðið að sjómenn fái bara tímakaup eða fast mánaðarkaup með ákveðinni meðaltalsvinnuskyldu á mánuði eða ári. Þannig jafnast laun sjómanna en um leið tekur útgerðin á sig alla skelli í niðursveiflum en hirðir um leið allan ágóðann í uppsveiflum. Svoleiðis er það á nánast öllum öðrum vinnustöðum.
Geir Ágústsson, 30.12.2016 kl. 10:53
Fyrir utan að útgerðin gæti ekki ákveðið það ein og sér, gæti það vel skilað sjómönnum hærri tekjum ef þú ferð að reikna tímakaup, yfirvinnu, dagpeninga og það allt saman.
Hlutaskiptafyrirkomulagið er reyndar draumafyrirkomulag frjálshyggjumannsins ef út í það er farið.
ls (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 11:08
Útgerðin gæti alveg byrjað að heimta lagalegt jafnræði og berjast fyrir breytingum til að fá að semja um kaup og kjör á sama hátt og önnur einkafyrirtæki.
Draumafyrirkomulag frjálshyggjumannsins er að einstaklingar og fyrirtæki geti samið um kaup og kjör sín á milli án þess að annar sé vopnaður betur en hinn aðilinn. Fyrir suma þýðir það að öll launin eru greidd út, fyrir aðra að hluti launa sé lagður fyrir, fyrir enn aðra að vinna launalaust en gegn greiðslu í hlutabréfum, fyrir enn aðra að vinna fyrir lág laun en með von um mikinn bónus, fyrir flesta einhvers konar blanda af allskonar.
Geir Ágústsson, 30.12.2016 kl. 11:56
Útgerðin er nú býsna vel vopnum búin, þess vegna hefur hún komist upp með þetta framferði svona lengi.
Hlutaskiptakerfið er draumakerfi frjálshyggjumannsins því að með því taka allir þátt í ef vel gengur, en líka þegar ver gengur. Þeir sem fiska betur en aðrir njóta þess um leið í hærri launum.
ls (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 15:44
Margir kjósa frekar lægri laun og öryggi (þar sem atvinnurekandinn tekur á sig niðursveiflurnar) en sveiflukennd laun sem gætu náð himinhæðum en líka lægðum. Sjómenn geta ekki fengið það besta úr báðum heimum frekar en aðrir; háu launin og launaöryggið.
Geir Ágústsson, 30.12.2016 kl. 18:27
Enda sjómenn eingönga að fara fram á að útgerðin hætti að taka sér það besta úr báðum og hætti að svindla.
ls (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.