Sunnudagur, 18. desember 2016
The Big Short
Ég horfði á myndina The Big Short í gær, loksins!, og sé ekki eftir því. Hún er frábær, upplýsandi, vekur til umhugsunar og skartar Brad Pitt í einu aðalhlutverkanna. Hvað er hægt að biðja um meira?
Boðskapur myndarinnar er margslunginn en meðal annars sá að almenningur var blekktur, spilaborgin hrundi og þeir sem stóðu að svikamyllunni fengu björgunarhring frá yfirvöldum á kostnað skattgreiðenda. Og ekkert hefur breyst.
Donald Trump ætlar vonandi ekki að tala fyrir stórum breytingum - eins og Obama á sínum tíma - og gera svo ekki annað en verða málsvari kerfisins - eins og Obama enn þann dag í dag.
Því þá er e.t.v. hægt að sjá fyrir sér uppnefnið "The Big Short" á hann, af mörgum ástæðum: Hann er með stutta putta, ætlar að stuðla að annarri stórri skortstöðu á mörkuðum og loforð hans endast í styttra lagi.
Margfalt ríkari en ríkisstjórn Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.