Fimmtudagur, 15. desember 2016
Framtíðin skattlögð úr sögunni
Svo virðist sem allt megi skattleggja, eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson var látinn segja í áramótaskaupinu 1989 í frægu atriði um Skattmann (valdar setningar):
Morgunstund gefur gull í mund, skattleggja alla, konur og kalla.
Út að keyra, skattleggja meira, háls nef og eyra.
Skattleggja allt, ríka sem snauða, fæðingu og dauða, ástir og unað, allt nema munað.
Lok, lok og læs, svona er ég næs.
Nú er ekki neinn að græða á framleiðslu vindorku á Íslandi. Landsvirkjun er með svolítið tilraunaverkefni í gangi. Hvað gera sveitarfélög þá? Byrja að tala um skattlagningu á framleiðslu vindorku! Hver ætlar að setja fé í uppbyggingu á vindorkuframleiðslu þegar skattheimtuhamrinum er sveiflað svona?
Ekki tókst vel að bjóða út leitar- og vinnsluleyfi á Dreka-svæðinu í landhelgi Íslands í upphafi enda nánast búið að skattleggja allan hugsanlegan ávinning út í hafsauga.
Íslendingar skattleggja ekki bara það sem gengur vel svo því gangi verr. Nei, þeir skattleggja það sem er ekki einu sinni orðið að veruleika ennþá og verður þar með ólíklega að veruleika nokkurn tímann.
Íslendingar tala heldur ekki um skatta sem nauðsynlegar tekjur til að fjármagna brýnustu verkefni hins opinbera eða ríkieinokun á einhverju. Nei, þeir virðast sætta sig við að eitthvað sé skattlagt af því það er hægt að skattleggja það.
Skattur er þjófnaður. Væri ekki ráð að reyna lágmarka þjófnað frekar en hámarka?
Krefjast auðlindagjalds af vindinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skattar eru ofbeldi, ekki hvað síst skattar sem eru notaðir til að halda uppi "menntakerfinu". Vinstri grænir stæra sig einmitt af því þessa dagana að þeir vilji meiri peninga til að halda uppi því glæpsamlega kerfi. Ég vil vekja athygli á viðtali við Sturlu Kristjánsson fyrrverandi fræðslustjóra í viðtali á Útvarpi Sögu fyrir stuttu. Hann segir skólana leggja börn í einelti og lyfin sem börnin fá í gegnum skólakerfið kallar hann nútíma spennitreyjur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 12:13
Með því að ná börnunum sem fyrst inn í kerfið er auðveldast að móta þau í góða og þæga þegna sem hugsa innan viðtekinna ramma.
Geir Ágústsson, 15.12.2016 kl. 12:39
Nákvæmlega. Hann sagði réttilega að fólk brjálaðist yfir illri meðferð á kjúklingum en þegði þegar börn ættu í hlut. Mæli með því að allir hlusti á þetta viðtal.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.