Jón Valur bráðum einn vinsælasti bloggari landsins

Fyrir þá sem misstu af því þá er slóðin á bráðum vinsælasta blogg landsins:

jon­val­ur­jen­son.blog.is

(Nú er reyndar búið að loka síðunni en hún hlýtur að spretta upp á öðrum stað fljótlega.)

Ef þessi kæra verður tekin fyrir af dómstólum liggur eftirfarandi ljóst fyrir:

- Ekki má hafa aðra skoðun á sumu nema þá réttu

- Ekki má hafa aðrar skoðanir á því sem börn eru látin hlusta á í skólatíma í skyldunámi en þær að allt sé með felldu

- Ekki má tjá sig með öðrum hætti en þeim sem fellur að strangasta pólitíska rétttrúnaði

Þó má hugsa sér að staðan væri önnur ef frjálshyggjumenn fengju að taka að sér alla samfélagsfræðitíma í grunnskólum og færu þar að útskýra að ríkisvaldið er skipulagt glæpagengi með löggjöfina að vopni til að féfletta almenning og ráðskast með líf fólks. Þá mætti skrifa harðorðar færslur um frjálshyggjumenn og pipra vel og rækilega með persónulegri sannfæringu. 

Það er eins og þeir sögðu í Sovétríkjunum sálugu: Þar ríkti fullkomið málfrelsi - allir máttu tala fallega um kommúnistanastjórnina. 

Hvað sem því líður er slóðin á vinsælustu bloggsíðu landsins í dag:

jon­val­ur­jen­son.blog.is


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir, hver er tilgangurinn með þessu "bullshit" bloggi?

D. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 19:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Að tjá mig.

Geir Ágústsson, 29.11.2016 kl. 20:06

3 identicon

Það er Jón Valur í dag og einhver annar á morgun.  Leiðinlegt að sjá Samtökin 78 fara þessa leið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 21:03

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þeir ætla að taka Obama á þessu hér á landi sýnist mér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.11.2016 kl. 21:48

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi aðför að tjáningarfrelsinu er með því subbulegasta sem maður hefur séð.

Ragnhildur Kolka, 29.11.2016 kl. 22:36

6 identicon

http://jonvalurjensson.blog.is/

Geir gamli (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 23:17

7 identicon

Held ad samtokin 78 hafi heldur betur gert upp á bak eda í brók.

Thetta verdur til thess ad flest allt sem hefur áunnist

fyrir samkynhneigda í gegnum tídina muni snúast upp

í andhverfu sína.

Sammála ollum hér ad ofan.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 08:22

8 identicon

Auðvitað vil ég málfrelsi sem mest og best, kemur samt vel á vondann með JVJ sem hefur skipað fólki að banna öðrum sem eru honum ekki að skapi að gera athugasemdir á hinum ýmsu blog-síðum, hefur verið hatrammur andstæðingur málfrelsis á allt og alla sem falla ekki að hans hugmyndafræði.
Eltist við að láta loka mínu bloggi lengi vel... þannig, þetta er bitter sweet

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 13:56

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki fyrr en maður er farinn að berjast fyrir því að fólk manni ósammála fái að tjá sig að maður trúir á málfrelsið. 

Geir Ágústsson, 30.11.2016 kl. 14:38

10 Smámynd: Óli Jón

Þarf einhver að gráta örlög Jóns Vals Jenssonar í þessu máli? Hann er sjálfur mikilvirkasti ritskoðari hérlendis sem heldur utan um langa lista yfir þá sem hann treystir sér ekki til að takast á við. Áhugavert væri að sjá þessa mikilfenglegu bannlista sem gera kallkvölinni kleift að fara fram með ógeðfelldan málflutning sinn án þess að verða fyrir teljandi mótbárum.

Nú veit ég vel að það er munur á bannlistum Jóns Vals sem tilkomnir eru vegna hræðslu og vanmáttarkenndar og svo formlegri ákæru, en hvernig sem allt veltur er skondið að sjá kallinn svelgjast á eigin bragðvondu meðulum því kæran er bara forleikur að því að kallinn verður sjálfur settur á alvöru bannlista.

Enginn þarf að velkjast í vafa um þá andúð sem Jón Valur hefur á samkynhneigð og samkynhneigðum. Það hefur komið fram í ótal mörgum bloggfærslum frá kallinum og dregur hann engan dul á það. Svo langt gengur Jón Valur í eymd sinni að hann setur beint jafnaðarmerki á milli barnagirndar og samkynhneigðar sem er argasta lygi. Reyndar verður að meta honum það til vorkunnar að hann játar kaþólska trú og hefur hún auðvitað heilmikið að segja um þetta ógeðfellda viðhorf, en afsakar það hins vegar alls ekki.

Loks er við hæfi að rifja upp að stjórnendur Moggabloggsins hafa útilokað kallinn frá blogginu fyrir ógeðfelldan málflutning sem varð til þess að hann veinaði í marga daga eins og stunginn grís. Það virðist nefnilega verra að þurfa að taka meðalið en að gefa það.

Óli Jón, 1.12.2016 kl. 03:41

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli Jón,

Ég tek undir hvert orð og minni á að Mogginn getur auðvitað sett hvaða ritstjórnarstefnu sem hann vill á allt sem hann á og gæti þess vegna lokað á mig á morgun án þess að ég gæti sagt mikið við því (annað en kvartað).

Menn skulu samt fara varlega í að draga menn með hinar og þessar skoðanir fyrir dómstóla fyrir að tjá þær skoðanir. Þá enda menn á að flæma allar óvinsælar skoðanir í lokuð bakherbergi þar sem þær fá að grasserast óáreittar. Eða vilja menn það kannski? Að í stað þess að umbera að óvinsælar skoðanir séu bornar á borð umræðunnar að þær fái að skjóta djúpum rótum utan sviðsljóssins?

Geir Ágústsson, 1.12.2016 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband