Miðvikudagur, 16. nóvember 2016
Verða sammála um skattahækkanir og fátt annað
Ef fer sem horfir blasir vinstristjórn við Íslandi. Það eru hræðilegar fréttir en það er eins og Íslendingar þurfi reglulega á slíkri stjórn að halda til að minna sig á seinustu vinstristjórn.
Vinstriflokkarnir á Íslandi eru ekki sammála um margt en þeir eru þó sammála um að það þurfi að hækka skatta á eitthvað. Um það mun stjórnarsáttmálinn snúast.
Vinstriflokkur 1 mun ekki líta á skattahækkun vinstriflokks 2 sem hindrun við eigin skattahækkun. Þeir eru jú lagðir á sitthvorn "skattstofninn" eins og sagt er. Sveitarfélög hækka t.d. stundum fasteignagjöld og stundum sorphirðugjald og réttlæta báðar hækkanir með sitthvorum rökunum eins og um eitthvað tvennt aðskilið og ótengt sé að ræða. Niðurstaðan er samt sú að heimilin horfa upp á tvær skattahækkanir sem dragast af einu launaumslagi. En það sjá vinstriflokkarnir ekki.
Ljósið í myrkrinu hér er að Birgitta Jónsdóttir heimtar að fá að koma að ríkisstjórn og það vita allir að það er ávísun á deilur og samstarfsörðugleika, helst fyrir opnun tjöldum svo Birgitta fái sem mest af sviðsljósinu með sínum hótunum og skömmum, með smá skvettu af baktjaldamakki. Vinstristjórnin gæti því orðið eins og snarpt eldgos sem hristist í skamman tíma, springur og fer aftur í dvala. Og þá er hægt að kjósa aftur og leysa úr þessari óreiðu á Alþingi.
Píratar vilja taka ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Er hún ekki ennþá grenjandi heima hjá sér yfir því að Trump taki kannski af henni herinn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 09:11
Geir.
Þegar þú segir vinstri flokkar þá eru þeir fyrst og fremst tveir þ.e. VG og Samfylking. Geturðu vísað á heimildir fyrir því að það sé yfirlýstur vilji beggja þessarra flokka að hækka skatta?
Ég er ekki að rengja fullyrðingu þína, heldur einungis að fara fram á staðfestingu með vísun í traustar heimildir.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2016 kl. 10:52
Björt framtíð:
"Það er fullkomlega eðlilegt að hið opinbera sæki sér umtalsverðar tekjur til þessarar auðlindanotkunar sem hægt væri að nýta til nauðsynlegrar uppbyggingar á innviðum ferðaþjónustu."
http://www.bjortframtid.is/politik/framtidarsynin/
Viðreisn:
Segja eitthvað svipað. (Heimasíða liggur niðri.)
Framsókn segir ekki með berum orðum að hún vilji hækka skatta og Sjálfstæðisflokkur talar um að lækka þá en báðir vilja aukin ríkisútgjöld hér og þar sem benda til þrýstings á skattahækkanir. Þó hafa þessir flokkar sýnt í verki að þeir vilji reka ríkisvaldið innan við fjármögnunargetu óbreyttra eða hægt lækkandi skatta.
Geir Ágústsson, 16.11.2016 kl. 11:38
Í pistlinum varstu ekki að fjalla um þessa flokka heldur vinstriflokkana, og ég verð því að ítreka spurninguna:
Geturðu vísað á heimildir fyrir því að það sé yfirlýstur vilji Samfylkingarinnar og/eða VG að hækka skatta?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2016 kl. 11:42
Guðmundur, þú getur einfaldlega hlustað á nánast hverja orðræðu formanna, þingmanna og frambjóðenda þessara flokka undanfarin ár, hvort sem hún hefur farið fram í fjölmiðlum, Alþingi eða framboðsfundum. Annað hvort er talað um skattahækkanir með beinum hætti eða með þeim hætti að það þýðir ekki annað en skattahækkanir.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 12:19
Eitt til viðbótar. Á þar síðasta kjörtímabili stóðu þessir flokkar fyrir á annað hundruð skattahækkunum.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 12:21
Hér er yfirlýst skattahækkunarstefna VG:
http://vg.is/kosningar-2016/efnahagsmal-og-skattar/
Hér er dulbúin skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar:
http://xs.is/stefna/rikisfjarmal-og-skattastefna/
... þar sem því er lofað að leggja þurfi á "bæði beina og óbeina skatta", og þarf þá engan lögfræðing til að sjá að þarna er verið að tala um að leggja á skatta umfram þá sem nú þegar eru við lýði.
Í praksís vitum við svo alveg hvað gerist ef vinstrimenn ná að soga til sín völdin. Fordæmið er í Reykjavík í dag annars vegar, og hjá fráfarandi vinstristjórn hins vegar.
Geir Ágústsson, 16.11.2016 kl. 13:17
Þeir leggja allir sinn hvor skattinn á sama skattstofninn. Það er nú bara þannig að við sem byggjum landið erum þessir breikkanlegu skattstofnar.
Steinarr Kr. , 16.11.2016 kl. 16:58
Guðmundur, ertu búinn að gleyma því þegar VG var seinast í ríkisstjórn? Hver man ekki eftir Kötu og Skattgrími koma upp í pontu og tala um hvernig ríkið ætti rétt á öllum okkar launum og við ættum að vera þakklát fyrir að fá að halda einhverju af því, þau töluðu bæði eins og ríkið ætti launin okkar en ekki við.
Halldór (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.