Gott og slæmt

Donald Trump er réttkjörinn forseti Bandaríkjanna og við því má segja margt.

Sumt er gott. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli að draga bandaríska hermenn heim frá vígvöllum og herstöðvum víða um heim. Heimsvaldsstefna Bandaríkjanna hefur skapað mikinn titring í mörgum heimshlutum. Núna vill Trump hætta að reka alheimslögreglu og einbeita sér að landamærum Bandaríkjanna. Að vísu er þá hætt við að önnur ríki þurfi í staðinn að sjá um eigin varnir en sjáum hvað setur - kannski er hægt að halda í bandalögin án þess að hermenn séu með bækistöðvar út um allan heim. Það er orðið auðveldara nú en áður að senda hermenn af stað yfir langar vegalengdir þótt þeir séu með bækistöðvar í heimaríkinu. Rússland óttast ekki nokkur þúsund hermenn í Þýskalandi heldur vopnabúrið í sjálfum Bandaríkjunum. 

Annað er slæmt. Hann ætlar að setja upp viðskiptahindranir. Á þeim hefur aldrei neinn orðið ríkur nema tilheyra litlum hagsmunahópum sem fá að auðgast tímabundið á kostnað annarra. Þær skapa líka titring eða þar til viðskiptaaðilar Bandaríkjanna hafa fundið sér nýja markaði. Bandaríkin eru rekin á peningaprentvélunum og það er bara spurning um tíma hvenær Kína og önnur ríki hætta að taka við verðlitlum pappírsseðlum og krefjast alvörupeninga fyrir varning sinn. Trump flýtir þessu óumflýjanlega ferli.

Hagfræði Trump er ekki upp á marga fiska en hann brennur fyrir að Bandaríkin nái sér á strik aftur. Þetta er ósamkvæm blanda en hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós.

Fyrst og fremst var kjör Trump eitt stórt "fokk jú" við sjálfumglöðu stjórnmálaelítu Bandaríkjanna og barnalega stuðningsmenn hennar í Evrópu.


mbl.is Donald Trump kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk vantar alla jarðtengingu.  Sást best í brandara píratans um atvinnuleysið.  Og nú sameinast þau í sorg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 11:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er nú málið, þetta er eitt stórt "fuck you."

Mun það síast inn?  Lærir fólk.

Mín reynzla af fólki er að það er tregt.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2016 kl. 16:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sumir halda nú reyndar að fátt muni breytast. Trump kemur inn með eldmóð og róttækni en rekst á veggi skriffinnsku og stjórnmála. Hann finnur að hann þarf að semja, semja og semja meira, gefa eftir, taka smá og gefa smá, bíða þolinmóður, vona það besta. Þetta mun ekki henta hans lundarfari og hann missir móðinn.

En sjáum hvað setur. 

Geir Ágústsson, 9.11.2016 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband