Svona geta fyrirtæki ekki hagað sér

Landspítalinn segir að honum vanti marga tugi milljarða á næstu árum. Gott og vel, það má vel vera. Ekki ætla ég að efast um Excel-hæfileika starfsmanna Landspítalans. Það má benda á hitt og þetta og segja að með meira fé væri hægt að gera meira og betur.

Það er hins vegar hollt að hafa í huga að svona geta einkafyrirtæki ekki hagað sér. Þau geta ekki gefið út að þeim vanti einhverja milljarða og ætlast til að viðskiptavinirnir hlaupi inn um dyrnar og afhenti þá. Einkafyrirtæki þurfa að afla milljarðanna með viðskiptum. Þau þurfa að bjóða upp á aðlaðandi húsnæði, hæfa starfsmenn, gott verðlag, góða þjónustu og kynna þetta allt saman með auglýsingum. Þá fyrst geta þau vonast til að milljarðarnir skili sér.

En þetta er jú einmitt vandamál ríkisrekstursins. Í honum er ekki hægt að vega kostnað á móti ávinningi. Honum vantar þau skilaboð sem frjálst verðlag gefur. 

Gleraugnabúðir og einkaaðilar í heyrnatækjaþjónustu geta rekið ábatasaman heilbrigðisþjónustu fyrir sjóndapra og heyrnaskerta en um leið boðið upp á nýjustu tækni á hagkvæmum kjörum. Þeir bjóða upp á aðlaðandi umhverfi, hæft starfsfólk og gott verðlag og keppa sín á milli um viðskiptavinina. Stundum gengur það upp, stundum ekki. Verðlagsskilaboðin tryggja hins vegar að fjármunum er varið þar sem þeirra er mest þörf. 

En gott og vel - Íslendingar vilja ekki hagkvæman rekstur heilbrigðisþjónustu almennt. Þeir vilja blindan og heyrnalausan ríkisrekstur, vafinn inn í íþyngjandi kjarasamninga opinberra starfsmanna, og telja að það sé það besta sem í boði er. Íslendingar neita að líta til hins blandaða kerfis hinna Norðurlandanna þar sem hið opinbera og einkaaðilar starfa saman á tryggingamarkaði þar sem pláss fyrir bæði skattfé og iðgjöld í tryggingar. Hið sovéska fyrirkomulag heillar Íslendingar meira. Fjárþörf Landspítalans er kannski rétt, kannski ekki. Engin leið er að segja til um það.

Þó má teljast líklegt að stjórnmálamenn vilji borga brúsann enda ekki verið að byggja Hörpu, þýða regluverk ESB og tilskipanir þess að fullu, semja nýja stjórnarskrá og fjármagna Landsdóm í blússandi niðursveiflu í hagkerfinu. 


mbl.is Vantar 66 milljarða næstu fimm ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband