Forseti taki sér hlé fram yfir áramót til að hugsa málið

Ég er með málamiðlunartillögu vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. Hún er sú að forseti taki sér hlé fram yfir áramót til að hugsa málið því eitthvað er að reynast honum erfitt að sjá það sem blasir við. Núverandi fjárlagafrumvarp verður að lögum, skattar lækka lítillega, tollar heyra sögunni til, fjármálahöftin losna enn frekar og fyrirtæki og heimili njóta þess stöðugleika sem óstarfhæft þing leiðir af sér.

Eftir áramót er svo hægt að mynda einhverja stjórn sem annaðhvort heldur áfram á núverandi braut hægfara en jákvæðra breytinga eða tekur upp þráðinn þar sem fráfarandi ríkisstjórni skildi hann eftir og hækkar skatta á að meðaltali tveggja vikna fresti. En almenningur fær a.m.k. frí fram yfir áramót. 


mbl.is Fimm flokka stjórn enn í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband