Nýtt blóð en engin reynsla

Ákveðin endurnýjun er nauðsynleg í öllu starfi, hvort sem það er í húsfélagi, knattspyrnuliði eða á Alþingi. Þó þarf að passa að ákveðin reynsla sé líka alltaf með í spilunum. Engum heilvita íþróttaþjálfara dytti í hug að henda út öllum gömlu kempunum þótt æstur hópur yngri leikmanna vilji spila fyrir aðalliðið og hefði til þess líkamlega getu. Þeir sem vilja "endurræsa" er að rugla saman tölvuviðgerðum og heilbrigðri hópavinnu.

Hin mikla endurnýjun sem átti sér stað á Alþingi árið 2009 og aftur árið 2013 hefur ekki endilega bætt störf Alþingis. Menn hafa þar reynt að láta á sér bera með óhefðbundnum klæðnaði, orðalagi og verklagi frekar en að stuðla að markvissri starfsemi þingsins. 

Hin mikla endurnýjun að þessu sinni verður vonandi til þess að bæta störf þingsins frekar en hitt. Menn reyna vonandi að nýta sér reynslu þeirra reynslumeiri frekar en að nota ræðupúlt þingsins til að vekja á sér persónulega athygli.

Að lokum vil ég óska Sjálfstæðisflokknum góðs gengis í komandi stjórnarmyndunarviðræðum (því það blasir við að hann hljóti það umboð). Ég vona að hann nái saman við Viðreisn og Bjarta framtíð en til vara Framsóknarflokkinn og haldi áfram að berjast fyrir skuldalækkun ríkisins og skattalækkunum á almenning og fyrirtæki í landinu. 


mbl.is Hverjir eru nýju þingmennirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég myndi ekki halda niðri í mér andanum eftir einhverjum frsmförum.  Mér virðast þarna komnir - miðað við hvað fólk hefur verið að segja bara í dag - óttalegir apakettir.

Fólk sem getur ekki unnið saman, er fjandsamlegt fólki með ólíkar skoðanir og er almennt bara ... vitlaust.  Get ekki fegrað það.

Þau hafa verið að þusa svona fram og aftur alla vikuna: "við getum ekki unnið með þessum og hinum."

Hver starfar svona?  Í þessu djobbi þarf að gera málamiðlanir, og þarna er hver herti þorskhausinn uppá móti öðrum.

Góðu fréttirnar eru náttúrlega þær að þau koma þá líklegast engu í verk.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2016 kl. 20:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já kannski Ísland hafi bara gott af stjórnarkreppu. Belgíumönnum leið ágætlega án starfandi ríkisstjórnar svo mánuðum skiptir sem og Spánverjum.

Geir Ágústsson, 31.10.2016 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband