Píratar hafa toppað flugið

Píratar hafa sennilega náð hápunkti sínum í kosningum. Fylgið mun nú smátt og smátt leka af þeim. Þeir voru ferskir og óþekktir í upphafi og það var sennilega vinsælt. Þegar kom að kosningabaráttu neyddust þeir hins vegar til að mynda sér afstöðu og gátu ekki lengur setið hjá í umræðum. Þá kom í ljós að þarna var á ferð hefðbundinn vinstriflokkur. Af þeim er alveg nóg framboð og miklu meira en eftirspurn þannig að verðið hlýtur að lækka.

Þetta er að mörgu leyti synd því Píratar hafa vakið áhuga stórs hóps fólks á stjórnmálum - sérstaklega meðal yngri kjósenda. Ekki nenna þeir að vísu að mæta á kjörstað en það er önnur saga. Stjórnmálaumræðan hefur verið líflegri en ella vegna Pírata. Þeir hafa laðað að sér fólk sem hefði að öðrum kosti ekki spreytt sig í stjórnmálabaráttunni, frá hörðustu kommúnistum til hörðustu frjálshyggjumanna. Kannski var viðbúið að kommúnista-armurinn næði yfirhöndinni en frjálshyggjumenn innan Pírata hafa þó reynt að hafa áhrif. En reyna líklega ekki mikið lengur.  

En núna hafa Píratar náð hápunktinum á flugi sínu. Hvort einhver annar flokkur eða önnur samtök koma í staðinn inn sem ferska, óþekkta aflið skal ósagt látið. 


mbl.is Hefði átt að þvo vinstristimpilinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband