Bankahólfin fyllast ef vinstristjórn nær völdum

Í tíð seinustu ríkisstjórnar flúði margt fólk með verðmæti eins og reiðufé og dýra hluti í bankahólf. Eftirspurnin var slík að það var orðið erfitt að fá bankahólf og bankarnir gengu vitaskuld á lagið og hækkuðu verð á slíkri leigu.

Komi í ljós á sunnudaginn að vinstriflokkarnir (auk Viðreisnar) nái meirihluta legg ég til að það fyrsta sem fólk geri á mánudaginn er að koma sparnaði sínum í reiðufé og þefi uppi bankahólf fyrir það og aðrar verðmætar eigur sem skatturinn veit af.

Þeir sem eiga hlutabréf ættu að selja þau. Þeir sem hafa lánað hinu opinbera fé ættu að innkalla þau lán. 

Þeir sem hafa möguleika á því ættu að sækja um starf hjá hinu opinbera og þá helst í stjórnsýslunni. Þar verður seinast skorið niður, sama hvað bjátar á. Raunar mun komandi aðlögun að ESB krefjast mikils fjölda þýðenda og annarra í stjórnsýslunni. Þar eru því atvinnutækifæri þótt þau séu vissulega ólystug enda á kostnað skattgreiðenda sem sjá fram á myrkari tíð.

Þeir sem eru að byggja hús ættu að hætta því strax. Hið opinbera er á leið inn á fasteignamarkaðinn og mun þar nota lánsfé úr vösum skattgreiðenda til að flæma einkaaðila þar út. 

Þeir sem eru í viðræðum við erlend fyrirtæki um uppbyggingu á Íslandi ættu að setja þær viðræður á ís og athuga hvort ekki sé hægt að fá einhverja skattaívilnun frá komandi stjórnvöldum. Ber þá að fylgjast vel með því úr hvaða kjördæmum komandi ráðherrar koma upp á staðsetningu á hinni erlendu starfsemi.

Þeir sem hafa tök á því að greiða skuldir sínar ættu að gera það hið fyrsta. Framundan er verðbólga. 

Ég segi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé gallalaus. Hann er að mörgu leyti vinstriflokkur. Sem slíkur er hann samt skástur allra slíka á Íslandi. Verði honum haldið utan stjórnar ber að fylgja leiðbeiningum mínum vel eftir. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur fram úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband