Ég skil ekki al­veg ...

Í fréttum er nú sagt frá því [1|2] að erlendir eigendur svokallaðra aflandskróna veðja á að ný stjórnvöld í kjölfar kosninganna verði þeim hagstæðari en þau sem nú sitja. Þetta skilur stjórnarandstaðan í dag ekki. Hún segir að menn hafi staðið saman.

Fyrir þá sem skilja ekki er e.t.v. rétt að útskýra afstöðu hinna erlendu krónueigenda. Þeir telja greinilega að það hafi verið auðveldara að fást við Steingrím J. Sigfússon, ráðherra hinna týndu fundargerða, en Bjarna Benediktsson. Þeir telja sig greinilega hafa hagnast meira á hinni íslensku vinstristjórn en núverandi ríkisstjórn. Þeir telja greinilega að hné íslenskra vinstrimanna séu veikari en þeirra sem nú skipa ríkisstjórnina.

Þetta viðhorf er byggt á reynslu og því að menn eru hér að reyna varðveita eignir sínar og taka því ekki ákvarðanir að gamni sínu. Þeir eru ekki að giska út í loftið. Þeir taka alla sína reynslu og þekkingu og hagsmuni og komast að þessari niðurstöðu.

Auðvitað er erfitt að spá fyrir um framtíðina og segja til um hver gerir hvað. Íslenskir vinstrimenn eru samt alræmdir fyrir allskyns baktjaldaákvarðanir sem skilja ekki eftir sig neina pappírsslóð. Á það veðja erlendir krónueigendur. 


mbl.is Menn hafa staðið saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Athyglisverð greining hjá þér Geir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2016 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hákarlarnir vilja auðvitað díla við eihverja sem koma beint úr flórnum á gúmmístígvélunum en þá sem hafa bakland í rekstri og samningum. Týpan Magnús, sem Laddi gerði ódauðlegan er það sem menn vilja fá að samningaborðinu með fötuna og snýtuklútinn. Þetta kom sér svo andskoti vel þegar þeir fengu Arion og Glitni Gefins og voru nöstum búnir að fá Magnús til að láta þá hafa hænsnin og býlið upp í kostnaðinn. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 18:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Upp i kosnaðinn á Icesave. Átti að standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband