Fimmtudagur, 27. október 2016
Lágtekjuskattar lækka til tilbreytingar
Það heyrir til undantekninga að lágtekjuskattar séu lækkaðir. Nú er stefnt á að það gerist um áramótin þegar tollar á allt nema ákveðnar tegundir matvæla verða hreinlega afnumdir (eins og ég skil fréttirnar).
Lágtekjufólk er sá þjóðfélagshópur sem reykir mest og eyðir hlutfallslega mestum hluta tekna sinna í neysluvarning. Þegar skattar eru hækkaðir á tóbak, áfengi, fatnað, eldsneyti og sykur bitnar það því hlutfallslega mest á lágtekjufólki. Nú á að lækka skatta á þennan þjóðfélagshóp sem er ánægjuleg tilbreyting.
Hátekjufólk nýtur auðvitað líka góðs af lækkun lágtekjuskatta en hlutfallslega miklu minna. Almennar skattalækkanir raunveruleg kjarabót fyrir alla.
Ég vona að Íslendingar styðji þessa viðleitni stjórnvalda og láti eiga sig að styðja málstað þeirra sem vilja auka skattbyrðina og munu gera.
Álögur lækka um 13 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.