Þriðjudagur, 25. október 2016
Konur fá hærri laun en karlmenn, ekki lægri
Það kemur eflaust mörgum á óvart en rannsóknir hafa sýnt að konur fá hærri laun en karlmenn fyrir sambærilega vinnu.
Menn þurfa bara að bera saman epli og epli en ekki epli og appelsínur og þá blasir þetta við rannsakendum.
Flestar rannsóknir taka einhverja hópa af mönnum og konum, leiðrétta fyrir hinu og þessu, og komast svo að einhverri niðurstöðu - að laun allra karla séu svo og svo há og laun allra kvenna svo og svo há.
Þetta er misvísandi. Það sem þarf að bera saman er einstaklinga með sambærilegan fjölda ára á vinnumarkaði í sambærilegi stöðu í lífinu. Og hérna rústa konurnar karlmönnunum:
And among unmarried college-educated men and women between forty and sixty-four, men earn an average of $40,000 a year and women earn an average of $47,000 a year!
Örstutta útgáfan er sú að barneignir bitna á launakjörum mæðra frekar en feðra. Barneignir þýða fjarvera frá atvinnumarkaði og þar með styttri starfsaldur í raun. En af hverju er það svona hræðilegt? Er engin ánægja fólgin í barneignunum sem slíkum? Af hverju að afneita því að barneignir krefjast nærveru og viðveru heima sem bitnar á tímunum sem hægt er að eyða á vinnustaðnum og þar með þeirri þjálfun og reynslu sem leiðir til launahækkana?
Þeir sem tala niður til kvenna með börn og einblína á launakjörin gleyma því óefnislega sem barneignir gefa af sér.
Á systir mín að fá minni vasapening? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig skyldi standa á því að flestir járniðnaðarmenn eru karlmenn og sjómenn eru sömuleiðis flestir karlmenn sem og lögreglumenn og flutningabílstjórar.
Þó sjaldan springi nú orðið á flutningabílum þá þarf á vetrum að setja undir keðjur á vissum stöðum og taka þær af aftur því ekki gengur að glamra á keðjum þar sem þess þarf ekki og svo er það með farminn. Karlmenn hafa reyndar gert flutningabíla svo góða að konur geta auðveldlega stjórnað þeim en hitt þarf líka að gera.
Um þetta má margt segja en ærlegir karlmenn bera virðingu fyrir konum, sérstaklega þeim sem skammast sín ekki fyrir að vera konur.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.10.2016 kl. 12:03
Ég hef unnið mörg störf í gegnum tíðina en aldrei hef ég séð þennan launamun kynjanna sem talað er um. Þegar ég var átta ára fór ég niður í bæ að selja blöð. Þar voru nokkrar stelpur líka að selja blöð. Þær fengu nákvæmlega sömu laun og strákarnir. Þegar ég var 12 ára vann ég sem sendill hjá Sambandinu sáluga. Það starf snérist um að sendast um allan bæ á reiðhjóli. Stelpur fengust ekki í það starf. 15 ára er ég kominn á togara þar var mjög sjaldgæft að konur væru í áhöfn en ef það gerðist þá fengu þær nákvæmlega sömu laun og karlmenn sem unnu sömu störf.
Mér skilst að t.d. hjúkrunarfræðingar séu af báðum kynjum og ég veit ekki betur en að laun í þeirri stétt séu óháð kyni.
Hvar er þessi launamunur kynjanna?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 14:33
Tok eftir því á RUV í gær þar sem slegið var upp að launamunur kynjanna væri einhver típrósen að við lestur fréttarinnar kom í ljós að í útreikningum var ekki tekið tillit til vinnustunda og vinnuframlags Þeir kunna að kokka bækurnar þar á bæ sem fyrri daginn.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2016 kl. 16:08
Þetta eru allt framleiðsla úr stórri áróðursvél. Fjölmargir einstaklingar hafa lifibrauð af því að framleiða ímynduð vandamál. Ef það rennur upp fyrir almenningi að vandamálin eru ekki til staðar er hætta á að margir femínistar þurfi að finna sér alvöruvinnu. Og ekki vilja þeir það.
Geir Ágústsson, 26.10.2016 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.