Laugardagur, 15. október 2016
Háskóli Íslands og umræðan
Vísindamenn stæra sig oft af því að vera leiðandi afl í opinni umræðu þar sem skipst er á skoðunum á opinskáinn hátt og vandamál krufin til mergjar.
Þetta virðist samt vera liðin tíð.
Í staðinn er Háskóli Íslands og systurháskólar hans víða orðnir að boðberum pólitísks rétttrúnaðar. Óvinsælar skoðanir eru ekki ræddar og rökræddar heldur er allt gert til að kæfa þær.
Ein afleiðingin er t.d. sú að menn eru byrjaðir að lýsa því yfir að "algild sátt" eða "consensus" sé orðin raunin í mörgum fræðigreinum, t.d. loftslagsvísindum. Aldrei hefur það áður gerst í sögunni að algild sátt hafi náðst um flókin vísindaleg viðfangsefni fyrr en í dag. Þeir sem andmæla eru kallaðir afneitarar.
Vonandi verður Háskóla Íslands hér veitt nauðsynlegt aðhald svo honum takist ekki að stinga neinu viðfangsefni ofan í læsta skúffu.
Var aðeins að kynna önnur sjónarmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.