Laugardagur, 1. október 2016
Fóstruríkiđ hugsar fyrir okkur
Á Íslandi er allt sem ekki er sérstaklega leyft bannađ. Undantekningar frá ţessari reglu er helst ađ finna á hinum svarta markađi en ţangađ leitar öll ţjónusta og allur varningur sem ţykir of erfitt ađ selja löglega eđa er ólöglegt.
Samkvćmt íslenskum lögum er t.d. leyfisskylt ađ selja matvćli beint frá býlinu sem framleiđir ţau. Lögin mćtti túlka sem svo ađ um leiđ og lambiđ er rekiđ niđur af fjallinu byrjar ţađ ađ verđa eitrađ. Bóndinn tekur viđ lambinu og ţarf ađ drífa sig međ ţađ í sláturhús. Ţar er lambinu slátrađ, kjötiđ skoriđ, ţađ sett í umbúđir og keyrt í búđir ţar sem ţađ bíđur í hillum eftir kaupanda.
Ef bóndinn tekur viđ eitruđu lambinu og slátrar ţví sjálfur, sker kjötiđ og selur ţađ beint frá býli er hćtta á ađ sá sem neytir kjötsins fái eitrunina beint í ćđ. Eitrunin er ekki talin fara fyrr en lambiđ er búiđ ađ ferđast í bíl í sláturhús og bíđa ţar í langri röđ eftir aftöku vottađra starfsmanna međ starfsleyfi. Eitrunin rýrnar svo eftir ţví sem kjötiđ ferđast meira innan sláturhússins, ađ pökkunarvélinni, í kćligeymsluna, í vöruflutninga, í vörumóttökur verslana og endar í hillunum ţar sem ţađ stendur í nokkra daga í kćli.
Ţví fleiri sem handtökin eru í kringum lambakjötiđ, ţví minni líkur eru á ađ ţađ sé ennţá eitrađ ţegar neytandi fćr ţađ loksins í hendurnar.
Nema auđvitađ ađ bóndinn sé međ starfsleyfi.
Fóstruríkiđ hugsar fyrir okkur. Mörgum finnst ţađ ágćtt.
![]() |
Ţurfa leyfi fyrir sölu beint frá býli |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og foreldrar ţínir máttu ekki fá kunningja sinn, handlaginn trésmiđ, til ađ fjarlćgja botnlangan úr ţér. Bođ og bönn, öllum til ama.
Espolin (IP-tala skráđ) 1.10.2016 kl. 14:34
Elska svona hugsunarmáta.
Hvort heldur ţú Geir ađ ríkiđ setti lögin vegna ţess ađ ţađ hefur gaman ađ ţví ađ setja lög sem gera hlutina erfiđa eđa vegna ţess ađ almenningur fékk nóg og krafđist ţess ađ eithvađ vćri gert í ţví ađ veriđ vćri ađ selja ţeim eitrađa hluti sem var ađ drepa fólk?
Elfar Ađalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráđ) 1.10.2016 kl. 15:18
Hvort bađ almenningur um ađ slátrarar og lćknar kćmust í einokunarstöđu eđa slátrarar og lćknar?
Geir Ágústsson, 2.10.2016 kl. 12:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.