Stuðningur eða söluræða?

Össur Skarphéðinsson bendir á að íslenska ríkið hafi framselt töluvert af fullveldi Íslands til yfirþjóðlegra stofnana og telur jafnvel að allt þetta framsal jaðri nú við brot á stjórnarskránni.

Maður spyr sig: Er hann að verja stjórnarskránna og fullveldi Íslands eða að tala fyrir breytingum á stjórnarskránni sem auðvelda frekara framsal af fullveldi Íslands?

Ég ætla að leyfa mér að vona að hið fyrrnefnda eigi við og að hann sé að tala fyrir því að Íslendingar hætti frekara framsali.

Sérstaklega má hafa varann á þegar kemur að fjármálaeftirliti. Blautur draumur Evrópusambandsins er að verða að sambandsríki þar sem fullveldi einstakra aðildarríkja verður meira að nafninu til. Að sópa til sín umsjón og eftirliti með bankastarfsemi er góð leið til þess. Karl Marx talaði um að eitt skrefið til að koma á kommúnisma væri "[c]entralisation of credit in the hands of the state, by means of a national bank with State capital and an exclusive monopoly."

Evrópusambandið fylgir uppskrift hans hvað þetta varðar og fleira.

Íslendingar geta alveg verið fullgildir meðlimir í því stjórnleysi sem heimur án yfirheimsvalds er. Ég vona að Össur sé að tala fyrir því en ekki hinu að Íslendingar eigi að henda fullveldi sínu í hendur andlitslausra stofnana. 


mbl.is Stenst ekki stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fínt, nú getum skilað EES samningnum og tekið upp gamla samninginn okkar við ESB sem er en í gildi og sagt skilið við Schengen.

Halldór (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 20:11

2 identicon

Ég hugsa að þetta sé það síðarnefna þ.e. stjórnarskrárbreytingu enda kemur það fram þarna að hann styðji ekki málið nema breyting eigi sér stað. Verð að segja að mér finnst sú afstaða léleg í ljósi allrar umræðunnar núna eftir Brexit og það hvað ESB er mikið á afturfótunum núna að reyna sitt allra besta til að hanga saman.

Þórarinn (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 20:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heilagur kaleikur Evrópusinna er að færa ákvæði um framsal fullveldis í stjórnarskrá, því það er beinlínis forsenda Evrópusambandsaðildar. Ummæli Össurar verða að skoðast í ljósi þess. Þetta er líka eina ástæðan fyrir því að Samfylkingin segist styðja stjórnarskrárbreytingar, því það vill svo "heppilega" til að tillögur stjórnlagaráðs að "nýrri" stjórnarskrá, innihalda einmitt slíkt ákvæði, en ráðið var að meirihluta skipað Evrópusinnum sem sáu sér þarna leik á borði í ESB-taflinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2016 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband