Miðvikudagur, 31. ágúst 2016
Hvað er löglegt í ESB?
Það virðist vefjast fyrir bandarískum stórfyrirtækjum hvaða lög gilda í ESB. Einstök ríki virðast ekki mega gera samninga sem fullvalda ríki. Þau virðast heldur ekki vita hvaða lög gilda í ESB.
Löggjöf ESB er sennilega þannig skrúfuð saman að allt er (hugsanlega) ólöglegt nema það sem hefur hlotið sérstaka blessun ESB. Það má bjarga bönkum fyrir skattfé en ekki lokka fyrirtæki til tiltekins ríkis með afslætti af sköttum. ESB er almennt ekki hrifið af því að einstaka ríki ráði því sjálf hvað skattheimtan er mikil.
Sumir vilja eflaust meina að viðhorf ESB snúi að mismunun: Ekki má skattleggja lögaðila á mismunandi hátt innan sama ríkis. En það má niðurgreiða landbúnað. Það má niðurgreiða fiskveiðar. Það má borga kröfuhöfum banka með fé skattgreiðenda. Það má eyða skattfé í hvað sem er en ekki gefa afslátt af innheimtu þess.
ESB virðist vera komið í óopinbert viðskiptastríð við Bandaríkin. Slíkt endar illa.
"When goods don't cross borders, soldiers will" sagði eitt sinn vitur maður.
Vonum samt ekki.
Fleiri mál ESB gegn bandarískum risum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef thad er óskynsamlegt, flókid eda nánast fáránlega vitlaust, er thad löglegt í ESB. Svo einfalt virdist thad nú vera.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 31.8.2016 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.