Neytendur ráða laununum, ekki stjórnendur

Oft er mönnum tíðrætt um launamun karla og kvenna. Gott og vel, oft er hægt að greina launamun. Hann hefur hins vegar sínar ástæður.

Neytendur ráða því hver fær hvað í laun. Hér er nærtækt að líta á kvikmyndastjörnur. Þær sem skófla peningum inn í kassa framleiðenda fá hærri laun en þeir sem gera það ekki. Einstaklingur sem sogar ítrekað 100 milljónir inn í aðgangseyri fær meira í laun en sá sem sogar að jafnaði 80 milljónir inn. 

En hvað með skrifstofufólk sem situr 8 tíma á dag á skrifstofu? Hér reyna menn að flækja málin með því að leiðrétta fyrir hinu og þessu, svo sem menntun og aldri, en að jafnaði er það sá sem er með meiri verðmætaskapandi þekkingu sem fær meira í laun. Konur líða hér oft fyrir barneignir. Fjarvera vegna þeirra heldur þeim utan við vinnumarkaðinn og hægir þar með á öflun verðmætaskapandi reynslu og þekkingar. Sumir kalla þetta mismunun. Hin raunverulega mismunun væri fólgin í því að borga minna fyrir meiri verðmætasköpun en minni. Tölfræðin leiðir raunar í ljós að barnlausar konur en betur launaðar en barnlausir karlmenn með sama bakgrunn, menntun og svo framvegis. 

Frjáls markaður er afstöðulaus gagnvart kyni, húðlit, ásetningi, menntun og félagslegum bakgrunni. Hann verðlaunar þá sem framleiða verðmæti fyrir neytendur í hlutfalli við þá verðmætasköpun. 


mbl.is Munar 2,3 milljörðum á árslaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir hafa bent slíkt hið sama í marga áratugi. Dæmi er Thomas Sowell árið 1981: https://www.youtube.com/watch?v=v_pQ7KXv0o0 (Thomas Sowell - Race And Gender Gaps)

Ótrúlegt að menn séu ennþá að sóa tíma sínum í svona vitleysu. Hvenær munu menn loksins læra einföldustu hluti? Þetta er ekki mjög flókið.

RS (IP-tala skráð) 27.8.2016 kl. 16:42

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Á kona sem tilkynnir sig veika 3 til 4 vikur á ári að fá sömu kauphækkun og bónus eins og karl sem tilkynnir sig aldrei veikan?

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.8.2016 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband