Föstudagur, 26. ágúst 2016
Þingmaður með bein í nefinu
Ég vil hvetja alla með kosningarétt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að styðja Sigríði Á. Andersen og setja hana hátt á lista, að lágmarki í 2. sætið. Hún hefur sýnt það og sannað að hún er þingmaður með bein í nefinu sem fylgir sannfæringu sinni. Um leið er hún ákaflega viðkunnaleg. Hvað geta kjósendur beðið um fleira?
Um leið vil ég hvetja kjósendur í sama prófkjöri til að styðja Guðmund Egdarsson í 5. sætið.
Í suðvesturkjördæmi ættu Sjálfstæðismenn hiklaust að kjósa Óla Björn Kárason í 3. sæti. Hann hefur stundum komið inn á Alþingi sem varaþingmaður og jafnan gustar um hann þegar hann flettir ofan af froðunni sem viðgengst á löggjafarsamkomu Íslendinga.
Margir aðrir góðir og frjálshuga einstaklingar eru í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum en þessir þrír sem ég hef nefnt hef ég persónulegan áhuga á að fái umbeðin sæti og komist svo vonandi á Alþingi. Ekki veitir af.
Sigríður sækist eftir 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér, en ég myndi vilja sjá Óla í 2. sæti á eftir Ásmundi í því fyrsta.
Steinarr Kr. , 26.8.2016 kl. 10:33
Sjálfstæðismenn hafa verið óttalegar bleyður seinustu 2 kjörtímabil og ekki þorað að kjósa harða alvöruhægrimenn í prófkjörum. Vonandi verður núna breyting þar á.
Geir Ágústsson, 26.8.2016 kl. 11:20
Ef þræll getur kosið á milli þrælahaldara sem hyggjast hýða hann einu sinni á dag og þrælahaldara sem hyggjast hýða hann tvisvar á dag, þá er svosem skiljanlegt að hann kjósi þá fyrrnefndu.
RS (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 18:00
RS,
Skiljanlega. Aðrir velja að kjósa hvorugan svo atkvæði sé ekki túlkað sem óbein viðurkenning á valdi þeirra. Þetta er einstaklingsbundið.
Geir Ágústsson, 27.8.2016 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.