Er ríkiseign ekki þjóðareign? Ónei

Reykjavík innheimtir gjald fyrir ýmislegt, t.d. afnot af landi borgarinnar. Þetta kemur sumum á óvart. Sumir halda að eigur hins opinbera séu um leið eigur skattgreiðenda - sameign, þjóðareign eða álíka.

Það er gott að Reykjavík leiðréttir þennan misskilning með gjaldskrá sinni. Hún rukkar einfaldlega skattgreiðendur sína og annarra sveitarfélaga um afnot af landi sínu ef þannig liggur á borgaryfirvöldum. Það verður ekki skýrara hver á hvað - borgin annars vegar og skattgreiðendur hins vegar. 

Samt eru þeir til sem vilja meina að sumt eigi að vera sameign þjóðarinnar og um leið að sú eign verði falin hinu opinbera til umráða og yfirráða. Þar ruglast menn. Sameign er eitthvað annað en ríkiseign. Sameign er t.d. andrúmsloftið og íslenska tungumálið sem allir Íslendingar hafa afnot af. Ríkiseign er t.d. Austurvöllur. 

Ruglum ekki saman sameign og ríkiseign og vörum okkur á því að heimta ríkiseignarhald á því sem við teljum að allir eigi að hafa afnot af. 


mbl.is Rukka ekki gjald vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband