Sitt er hvað, samruni og samvinna

Ég vil óska Bretum til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi aðild að ESB. Bretar geta nú hoppað af hinu sökkvandi skipi áður en það lendir á hafsbotni og brotnar í spað með látum.

Bretar eru vanir því að vera sjálfstæðir og verða ekki í neinum vandræðum með að rifja upp slíkt ástand. 

Hugsanlega leitar nú hugur Breta norður á bóginn í átt að Íslandi, Noregi og Færeyjum. Þeir loka gatinu til Frakklands fyrir flóttamönnum og opna landamærin til norðurs fyrir fólki frá vinaþjóðum á norðlægum slóðum.

Kannski.

Annar möguleiki er auðvitað sá að Bretar taki upp meiri sósíalisma og verði að Venesúela Evrópu eða eitthvað í áttina að því. Vonum ekki.


mbl.is „Gríðarlegt áfall“ fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það. ESB snýst ekki um samvinnu eins og við skiljum það hugtak. Samvinna er þegar frjálsir einstaklingar eða frjáls ríki vinna saman að ákveðnum verkefnum sem er báðum eða öllum aðilum til hagsbóta. Ekkert þannig er í gangi í ESB. Samt eru hinir og þessir, sem ekki vilja kannast við eðli sambandsins að tala um nánari samvinnu, þegar átt er við þvingaðan samruna undir forystu Þýzkaland. Vekur það ekki upp óhugnanlegar minningar? 

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.6.2016 kl. 19:01

2 Smámynd: Haukurinn

Búmm. Lögmál Goodwins.

Haukurinn, 27.6.2016 kl. 06:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú veit ég ekki alveg hvað Þjóðverjar eru að spá lengur. Þeir voru á móti skuldabréfaútgáfu evrópska seðlabankans en hún fór engu að síður fram. Þeir borga mest allra til sambandsins. Þeir eru að raða flóttamönnum og innflytjendum á velferðarkerfið sitt. Innfæddir Þjóðverjar sjá engan tilgang í að eignast börn lengur. Þeir reyna að reka ríkisvaldið hallalaust en það verður erfiðara og erfiðara. Pólitísk ólga er byrjuð að láta á sér kræla. Þeir voru neyddir af Frökkum til að kasta þýska markinu (svo Frakkar gætu gefið blessun sína yfir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands).

Það er spurning hvað Þjóðverjar ráða orðið miklu. 

Geir Ágústsson, 28.6.2016 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband