Hvað gerist þegar höftin eru frá?

Yfirvöld og Seðlabanki Íslands taka nú stór skref í átt að afnámi fjármagnshafta. Það er gott. Höftin á fjármagni eru eins og hver önnur höft: Halda því sem vill hreyfast föstu. Maðurinn sem vill hlaupa af stað með fyrirtækið sitt kemst kannski ekki úr sporunum. Fjárfesting sem gæti átt sér stað á sér ekki stað. Peningur sem er að fá lélega ávöxtun á einum stað kemst ekki á annan. 

Höftin hylma líka yfir óskilvirkni og verðlauna stjórnvöld fyrir ábyrgðarleysi. Lífeyrissjóðirnir hafa t.d. þurft að fjármagna skuldir sveitarfélaga til að koma fé í ávöxtun í stað þess að fjárfesta í einhverju verðmætaskapandi.

En hvað gerist þegar höftin eru frá? Mun eitthvað breytast? Ætlar íslenska ríkisvaldið virkilega að halda áfram að einoka útgáfu peninga á Íslandi? 

Seðlabankar heims eru verkfæri yfirvalda til að framleiða verðbólgu og auka tekjur sínar, beint eða óbeint. Bankarnir eru alsælir og græða á þessu fyrirkomulagi. Almenningur tapar.

Seðlabanka Íslands á að einkavæða eða leggja niður. Það ætti að vera næsta afnám á ríkisafskiptum á Íslandi.


mbl.is Aflandskrónuútboð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband