Skrautfjöður eða broddur

Ef Guðni Th. Jóhannesson verður forseti Íslands er ljóst að embættið mun taka miklum breytingum frá tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Í stað manns sem er að enda sinn feril og er óhræddur við að taka umdeildar ákvarðanir kemur nokkuð ungur maður á uppleið - maður sem virðist vilja forðast með öllu að troða á tær af ótta við að orð hans verða tekin úr samhengi, hann verði misskilinn eða að hann hljóti gagnrýni fyrir.

Þetta er ekkert endilega slæmt. Svona voru meira og minna allir aðrir forsetar Íslands. Við snúum aftur til tíma þar sem forsetinn er fyrst og fremst skrautfjöður sem á að koma vel fyrir og mun vafalaust gera það. 

Um leið missum við broddinn af embættinu hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ólafur Ragnar Grímsson beit gjarnan frá sér. Hann beit í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum svokölluðu á sínum tíma. Hann beit í fráfarandi ríkisstjórn í Iceave-málinu. 

Með þessu er ég ekki endilega að leggja til að þeir sem vilja að embættið haldi broddi sínum kjósi Davíð Oddsson, þótt óneitanlega sé hann líka beittur og að sama skapi maður á enda ferils síns sem yrði óhræddur við að taka sjálfstæðar og jafnvel umdeildar ákvarðanir. Menn geta sleppt því að kjósa eða skilað auðu.

Spurningin er sem sagt: Ætla menn að hafa þægan forseta sem heldur sig til hlés í erfiðum málum, eða mann sem getur bitið frá sér?

Kjósendur gera þetta væntanlega upp við sig án minnar aðstoðar.


mbl.is Guðni með rúmlega 60% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég hef fyrir löngu tekið mína ákvörðun um að kjósa Guðna Th. Þrátt fyrir linnulausan áróður á hann af stuðningsmönnum Daviðs Oddsonar. Og þar er Mogginn fremstur í flokki enda ritstjórinn í framboði.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.5.2016 kl. 10:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann kemur nú víðar þessi áróður sem e.t.v. er bara mismunandi fréttamat fjölmiðla sem vissulega má rekja, beint eða óbeint, til hverjir ritstjórar þeirra eru.

Ísland hefði e.t.v. gott af passívum forseta að hætti Vigdísar Finnbogadóttur. Við vonum bara að Alþingi standi sig í staðinn. 

Geir Ágústsson, 31.5.2016 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband