Sunnudagur, 8. maí 2016
Gögnin eru orðin tekjulind
Þeir fjölmiðlar sem hafa gögn Panamalekans undir höndum eru að hagnast vel á aðgenginu. Gögnin eru orðin tekjulind fyrir þau. Þau vilja því skiljanlega ekki að þau dreifist of víða.
Sá sem upphaflega lagði á sig mikla áhættu til að afla gagnanna er kannski svekktur yfir þessu. Hann skýtur því föstum skotum í allar áttir.
Ég vona nú samt að þessi gögn komist að fullu í dagsljósið sem fyrst svo umræðan um þau geti farið fram á forsendum allra en ekki bara sumra.
Aðrar stórar lögfræðistofur í sama geira hljóta að vera hugsa sinn gang. Kannski eru einhverjar þeirra byrjaðar að eyða gögnum, en a.m.k. byrjaðar að læsa þeim betur.
Þeir sem vilja geyma fé sitt utan háskattalandanna hljóta líka að hugsa sinn gang núna. Kannski er hækkandi gullverð þessar vikurnar afleiðing þess að verðmæti eru byrjuð að leita í gull og frá verðmætapappírum ýmis konar. Um það er samt erfitt að fullyrða.
![]() |
Wikileaks fékk ekki gögnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.