Mánudagur, 2. maí 2016
Maðurinn sem gerði út af við seðlabanka heimsins?
Þeir eru til sem spá því að rafmyntir munu bráðum og fyrir alvöru velta seðlabankapeningum heimsins úr sessi. Bitcoin og aðrar slíkar myntir hafa marga kosti peninga sem seðlabankapeningarnir hafa ekki. Rafmyntir framleiða ekki verðbólgu. Þær má geyma og nota án aðkomu banka. Traust á þeim fer vaxandi.
Seðlabankar heimsins eru meira og minna starfræktir á hagfræði sem er gölluð en í versta falli hættuleg. Seðlabankar heimsins eru líka troðfullir af sjálfumglöðum embættismönnum sem telja sig vera að gera gagn og bjarga heilu hagkerfunum frá kreppum og glötun.
Heimurinn þurfti ekki seðlabanka fyrir 100 árum og þarf þá ekki í dag. Þá mætti alla leggja niður án nokkura neikvæðra afleiðinga til lengri tíma.
Mun Bitcoin velta seðlabönkum heimsins? Það kemur í ljós.
Skapari bitcoin afhjúpar sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.