Sunnudagur, 1. maí 2016
Ísland sem afland
Það er skiljanlegt að menn reyni að forða eignum sínum frá upptöku, rýrnun og fallandi kaupmætti. Menn setja t.d. fé sitt í lífeyrissjóði og treysta því að þeir fari vel með fé þeirra og ávaxti það vel, innlendis sem erlendis. Við gerum beinlínis ráð fyrir að lífeyrissjóðir leiti allra löglegra leiða til að lífeyrinn varðveitist vel.
Að fjárfesta í svokölluðu aflandsfélagi er bara einn angi af þessu. Nú er Ísland til að mynda afland fyrir útlendinga og við fögnum því að þeir komi með fé sitt til landsins. Við reynum að kenna ríkjum Afríku að verða aðlaðandi afland fyrir alþjóðlega fjárfesta svo þar megi fjárfesta í innviðum, tækni og mannauði.
Íslendingurinn sem var í háskóla í Danmörku en er nú fluttur til Íslands velur oft að halda bankareikningi sínum í Danmörku opnum. Hann á þá aflandsreikning. Kannski á hann nokkrar danskar krónur á honum sem gætu komið sér vel seinna.
Íslendingurinn sem á fasteign á Íslandi en ákveður að skella sér í nám til Danmerkur verður um leið eigandi að aflandseign þar sem skattaleg heimilisfesti hans flyst til Danmerkur. Hann leigir kannski fasteignina út og hefur jafnvel af því hagnað sem hann nýtir til að framfleyta sér í náminu. Allt er þetta fullkomlega eðlilegt.
Það er ekkert skrýtið að mörg hundruð Íslendinga eigi hlut í aflandsfélagi í ríkjum sem fara hóflega í að gera eignir upptækar og halda peningum í gíslingu. Það er jafnvel æskilegt ástand því á meðan spilaborgir brenna niður á Íslandi er fé geymt erlendis sem bíður átekta að koma inn í heilbrigðara fjárfestaingaumhverfi.
Vandamálið við þrælahald er ekki að einhverjir þrælar sleppa heldur að þeir sem eftir sitja fái ekki líka ferðafrelsi sitt.
Aflandsfélög kitluðu hégómagirndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.