Viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga?

Umræðan um aflandsfélög og skattaskjól er ljómandi góð en er svolítið einhæf og snýst mikið um persónur. Það er hægt að læra miklu meira af þessu máli en það.

Til dæmis er hægt að velta því fyrir sér hvort ekki megi gera Ísland að skattaskjóli og "aflandi". Nokkur einföld skref þarf að taka til að svo verði:

- Afnema skatta á fjármagni, eignum, hlutabréfum og þess háttar

- Af sanngirnisástæðum þarf einnig að afnema skatta af launatekjum, leigutekjum og þess háttar

- Minnka ríkisumsvif og ríkisútgjöld sem nemur þessum skattalækkunum

- Koma upp einföldum lagaramma sem er samkeppnishæfur í umfangi og flækjustigi við lönd eins og Panama, Svíþjóð, Tortóla og Lúxemborg

- Afnema beina og óbeina ríkisábyrgð af rekstri banka og fjármálastofnana

- Koma íslenska ríkinu úr einokunarframleiðslu á peningum (leggja Seðlabanka Íslands niður og koma á algjöru gjaldmiðlafrelsi)

Svona fyrirkomulag hefði marga kosti í för með sér. Í fyrsta lagi þyrfti enginn Íslendingur að flytja fé úr landi til að fresta skattlagningu og forðast verðbólgu.

Í öðru lagi kæmi fé til landsins og fyrir slíka þjónustu má rukka vel og búa til vel borgandi störf.

Í þriðja lagi einfaldast allt eftirlit með skattheimtu og skráningum vegna skattskila og þannig myndast myndarlegt svigrúm til að gera opinbera starfsmenn að starfsmönnum einkafyrirtækja.

Um leið dragast lífeyrisskuldingar ríkisvaldsins saman og hlífa þannig framtíðarkynslóðum við þeirri miklu byrði sem bíður þeirra í dag. 

Í fjórða lagi gufar verðbólgan upp enda mun fólk geta skipt á milli gjaldmiðla eftir því hver er stöðugastur hverju sinni og margir gjaldmiðlar keppa um hylli notenda. 

Ég gleymi sennilega einhverjum kostum en eitt er víst: Þeir eru margir.

Aflands-Íslands, já takk!


mbl.is Opna sjónrænan gagnagrunn í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband