Hinar mörgu ástæður fyrir fylgi Pírata

Píratar sópa til sín fylgi. Þeir hafa lengi haft yfir 30% fylgi og núna stefnir það í 50%. Þetta er bæði fréttnæmt og athyglisvert.

En hvernig stendur á þessu fylgi? Ég er með nokkrar kenningar.

Í fyrsta lagi eru atkvæði til Pírata atkvæði til "einhvers annars" en stjórnarflokkanna sem nú sitja og stjórnarflokka fráfarandi ríkisstjórnar. Raunar er staða fráfarandi stjórnarflokka svo slæm að það liggur við að þeir séu að þurrkast út. Farið hefur fé betra segi ég en arfleifð fráfarandi ríkisstjórnar skýrir e.t.v. ágætlega fylgi fráfarandi stjórnarflokka.

Í öðru lagi er ákveðinn stöðugleiki kominn á sem margir taka sem sjálfsögðum hlut og telja að hafi fallið af himnum ofan: Mikinn ferðamannastraum, hægt lækkandi álögur hins opinbera, horfur á afnámi gjaldeyrishafta, góða verðmætasköpun sjávarútvegs og þess háttar. Ríkisstjórnin fær engar þakkir fyrir þetta frekar en sólardagana á sumrin.

downloadÍ þriðja lagi hafa Píratar vissulegt lagt margt gott til málanna. Sérstaklega má þar nefna Helga Hrafn Gunnarsson og fráfarandi þingmann, Jón Þór Ólafsson. Þetta eru hófstilltir og yfirvegaðir menn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, lausir við dramb og yfirlæti.

Í fjórða lagi má e.t.v. skrifa fylgi Pírata á að þeir standa í raun ekki fyrir neitt. Frjálshyggjumenn geta fallist á margt í boðskap þeirra en einnig sósíalistar. Þeir eru eins og konfektmoli í konfektkassa Forrest Gump: Enginn veit hvað hann fær fyrr en hann smakkar. 

Að auki er ferill Pírata ekki nægilega langur til að menn get gert sér grein fyrir efndum þeirra á óskýrum fyrirheitum. Það er þá helst að í borgarstjórn Reykjavíkur að smjörþefinn megi finna (og finnst mér persónulega að hann lofi ekki góðu - þar eru þeir einfaldlega hækja Samfylkingarinnar).

Í fimmta lagi er ákveðinn uppreisnarandi í Pírötum sem höfðar sennilega til margra. Fyrir utan nafnið er þarna Birgitta Jónsdóttir að skammast í öllu og öllum til skiptis við að vorkenna sjálfri sér. Þetta höfðar sennilega til ungs fólks sem hreinlega nennir ekki að kafa dýpra í stjórnmálin. 

Fylgið á sér sem sagt margar skýringar. Nú er að sjá hvort það standist tímans tönn eða hvort það renni af þeim á meðan þeir reyna að koma sér upp framboðslistum með netkosningum á Facebook. 


mbl.is Píratar með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sérstaklega má þar nefna Helga Hrafn Gunnarsson og fráfarandi þingmann, Jón Þór Ólafsson. Þetta eru hófstilltir og yfirvegaðir menn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, lausir við dramb og yfirlæti."

Ertu að grínast eða? Þessi Helgi er bara sýndarmennskuloddari eins Birgitta.

"Í fjórða lagi má e.t.v. skrifa fylgi Pírata á að þeir standa í raun ekki fyrir neitt. Frjálshyggjumenn geta fallist á margt í boðskap þeirra en einnig sósíalistar."

Sem að gengur ekki. Innbyrðist átök eiga eftir að ganga frá flokkinum.

"Að auki er ferill Pírata ekki nægilega langur til að menn get gert sér grein fyrir efndum þeirra á óskýrum fyrirheitum."

Þetta er málið. Píratar eru nýjir og því heldur fólk að þeir séu óspilltir. LOL! Hver var það sem að sagðist ætla að sitja bara eitt tímabil á þingi og hætta síðan???

"Í fimmta lagi er ákveðinn uppreisnarandi í Pírötum sem höfðar sennilega til margra. Fyrir utan nafnið er þarna Birgitta Jónsdóttir að skammast í öllu og öllum til skiptis við að vorkenna sjálfri sér. Þetta höfðar sennilega til ungs fólks sem hreinlega nennir ekki að kafa dýpra í stjórnmálin. "

Ungt fólk sem að nennir ekki að kjósa.

"Fylgið á sér sem sagt margar skýringar. Nú er að sjá hvort það standist tímans tönn eða hvort það renni af þeim á meðan þeir reyna að koma sér upp framboðslistum með netkosningum á Facebook."

Þetta er bóla. Án efa eiga þeir eftir að skora feitt í næstu kosningum en síðan springur bólan þegar fólk byrjar að átta sig á því að þetta er falskur jesús.

gaur (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ættir kannski sjálfur að taka þetta til þín:

"Þetta höfðar sennilega til ungs fólks sem hreinlega nennir ekki að kafa dýpra í stjórnmálin."

Í ljósi þessara ummæla hér:

"...reyna að koma sér upp framboðslistum með netkosningum á Facebook"

Staðreynd málsins er nefninlega sú að það fer engin ákvarðanataka innan Pírata fram á facebook, enda eru ekki allir notendur á facebook, og sá skilningur er ríkjandi að það væri óeðlilegt að gera það að skilyrði fyrir þáttöku í starfi flokksins að gerast söluvara erlends stórfyrirtækis. Þess vegna hafa Píratar komið sér upp sínu eigin kosningakerfi, sem er í eigu og undir stjórn flokksins, sjá: x.piratar.is

Þú hefur, með fullri virðingu, greinilega ekki nennt að kafa nógu djúpt í þetta til þess að byggja fullyrðingar þínar á réttum staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2016 kl. 13:21

3 identicon

Sæll Geir. Langaði að gera nokkrar athugasemdir við skrif þín um aukið fylgi til handa Pírata.

Það er vissuleg hægt að taka undir með þér þegar þú skrifar um að atkvæði til Pírata sé til "einhvers annars". Mjög mikið að fólk, þá fólki sem ég á samskipti við hér á netinu og eins í daglegu lífi, fólk sem einu sinni mátti flokka sem "hægri" ef það viðmiðunin, er búið að fá nóg, sættir sig ekki við framkomu, fas og hagsmunarlegar ákvarðanir. 

Að mínu mati má lesa úr nýlegum tilsvörum föður SDG í viðtali Vísi, hvernig SDG sjálfur lærði að svara fyrir sig, hvernig stutt sé í hrokann og að tala niður til fólks. Vísa bara í síðustu ummæli hann á mánudagsmorguninn "það mætir nú ekki öll þjóðin". Því miður, á örlaga tímum fyrir þjóðina, þá á hann ekki til 0.0001 % af auðmýkt. Um leið og e-r er ósammala hans skoðunum, þá eru allir vondir, yfirgengilegir, árásir, einelti og svo framvegis. Honum er tíðrætt um "árásir" á konuna hans í umræðunni um hans fjármál. Ég hef ekki rekist á ein ummæli, þar sem konunni hans er hallmælt einni og sér.

Þú nefnir stöðuguleika. Gott og vel, hann liggur fyrir að e-u leyti. Þá er spurningin, á hvers kostnað er sá stöðugleiki ? Hér er gríðaleg auking á ferðammönnum, sem ekki voru fundnir upp af Framsókn, hér eru veiddir nýjir nytjastofnar, allavega fram til 2015, þar sem veiðiheimildir voru gefnar og hafa svo vissulega skilað tekjum en hefðu getað skilað meira, jafnvel til innviða. Svo er olíuverð í sögulegu lámarki, sem jú triggerar verðbólguna. Þannig sjálfsskpaður árangur stjórar SDG er ekki einatt fundinn upp í stjórnarráðinu. Gleymum svo ekki að fjárlögum árið 2013 var skilað með 30 milljarða halla í stað 220 árið 2010. Þú skrifar að menn eigi að sýna sanngirni. Téður SDG hefur ekki sýnt forvera sínum þá sanngirni að þannig voru samt aðstæður, sem má færa rök fyrir að hafi verið grunvöllur þess árangurs sem þú vilt draga hér fram. Pírati, myndi telja þetta fram, enda hann ekki gamla góða leiknum , lögga og bófar (lesits,Vinstri - hægri). Helgi Hrafn hefur látið hafa eftir sig að Jóhönnu stjórnin hafi gert margt gott og líka margt slæmt. Það á við stjórn SDG líka. Munurinnn í dag, ef bent er á það, þá er viðkomandi hiklaust stimplaður "vinstri maður" og stjórnleysingi. Sanngjarnt ?

Rifjum nú upp það slæma sem SDG hefur verið að sýsla. #1. Hann er búinn að brjóta lög um lögheimilsskráningu en það gert þannig að hann verður að geta sýnt fram á skráningu það áður til þess að geta skráð tvöfalda lögheimilsskráningu. #2. Hann hækkaði maatarskatt á öll heimili áramótin 2014/15. #3 hann lækkaði veiðgjöld á útgerðir ( þar fór fé sem hefði mátt nota í innviði) #4 Hann gerði núna einhliða búvörusamninga upp á 150 milljarða, án aðkomu eins hagsmunahópsins, neytenda "þetta er búið og gert". #5. Hann tók sér skipulagsvald í Reykjavík, bæði með því að bjarga gömlum hafnakannti, e-ð sem mun kosta útsvarsgreiðendur talsvert að fjármunum ( en hann býr ekki í RVK, og greiðir sitt útsvar austur á land). Ég gæti haldið lengi áfram en ég tími meiri kílóbytum í þetta atriði. Þú mátt hinsvegar halda áfram að dásama SGD, Go Crazy.

Annað hvort viltu ekki kynnar þér staðreyndir eða heldur vísvitandi fram þegar þú segir að Píratar "standi ekki fyrir neitt". Þetta er hreinlega rangt hjá þér. Þú gætir kannski bara byrjað hér: http://www.piratar.is/stefnumal/.

Svo hefur þú löngun til að gera þarfir þínar yfir fulltrúa Pírata í Borgarstjórn, kallar flokkinn þar "hækju" Samfó og án allrar röksemda. Ekki dytti mér í hug að kalla SDG hálfvita nema með rökum. Auðvitað geri ég að ekki, því maðurinn er ekki hálfviti, þó svo að mér finnist hann vera öfgafullur í skoðnum og hrokagikkur í tilsvörum (færði rök fyrir því hér að ofan). Þeir sem e-ð þekkja til stjórnmála, vita að þegar lagt er af stað í leiðangur þarf að semja, líkt og SDG samdi um við Sjálfsstæðisflokkinn að gefa eftir baráttuna um verðtrygginguna í staðinn fyrir búvörusaminginn. Það má þá alveg eiga við Pírata um þau mál sem Framsóknarmenn hafa ráðist á Pírata með og þá varðandi kosningu um flugvöllinn. En þá nota ég sömu rök og SDG, Pírötum ber ekki samkvæmt lögum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslum um fluvöllinn,"siðferði eftir lögum", manstu ? Svo eru meirihlutinn 8, það þarf bara 7, þannig Píratar hafa ekki meirihlutavald þar einir líkt og varaformaður Fjárlaganefndar hefur haldið ranglega fram.

Svo klikkur þú út með að kalla Birgittu "uppreisnarmann sem skammast út í allt og alla". Enn á ný, án allra röksemda. Hvað mætti þá kalla formann Fjárlaganefndar, Ástu Ragnheið Elínu, Unni Brá frá síðasta þingi ? Það kom ekki fram tillaga án þess að þesara þingkonur kæmu í pontu og skömmuðuðst. Meira að segja okkar dapri Ferðamálaaráðherra gat ekki komið í gegn sömu tillögu og hún barðist á móti sem stjórnarandstöðuþingmaður. 

Niðurstaða mín af því að lesa pistlinn þinn er að þú hræðist breytingar en veist um leið að þær eru óumflýjanlegar. Þá er bara spurning, hvort þú fylgir með eða setur þíg í flokk steinaldarmanna sem mega ekki fá neinu breytt.

Sigfús (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 16:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fylgi Pírata er ekki að öllu leyti fylgi sem leitar bara "eitthvað annað" því ef sú kenning stæðist ætti sú fylgisaukning að dreifast jafnt á "allt annað" líka (t.d. Bjarta framtíð eða Viðreisn) en það hefur hún alls ekki gert. Fylgisaukning Pírata er því að stærstu markviss stuðningur allflestra kjósenda við flokkinn og stefnumál hans, sem eru fjölmörg og ítarleg þrátt fyrir innihaldslausar fullyrðingar um annað af hálfu andstæðinga Pírata.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2016 kl. 16:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk allir fyrir innleggin, mörg og mismunandi og þau voru.

Í viðleitni minni til að reyna skilja þessa Davíð Oddsson borgarstjóri Reykjavíkur vinsældir Pírata hef ég orðið margs vísari:

- Píratar kjósa ekki á Facebook, heldur Pírata-Facebook

- Þeir eru heitir, nýir, ferskir - sjálf framtíðin!

- Allt gott sem hefur hlotnast Íslendingum í tíð núverandi ríkisstjórnar er öllu öðru að þakka en stjórn hennar (að sama skapi hef ég séð að allt slæmt í tíð fráfarandi ríkisstjórnar var alls ekki henni að kenna)

Ég held ég haldi mig samt við óánægjufylgiskenninguna sem aðalskýringu.

Geir Ágústsson, 6.4.2016 kl. 18:16

6 identicon

Takk fyrir að a.m.k að svara þeim sem hér pára.

Mín skoðun hinsvegar a niðurstöðu höfundar er: Hear no evil, see no evil.

Góðar stundir.

Sigfús (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 20:00

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigfús,

Ég sé hættur í hverju horni hjá öllum ríkisstjórnum. Ég hef t.d. leyft mér að titla núverandi ríkisstjórn: Ríkisstjórnin sem gleymdist.

Geir Ágústsson, 7.4.2016 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband