Þriðjudagur, 29. mars 2016
Gefum Afríku kapítalisma
Fátækt ríkja er heimatilbúið vandamál þeirra.
Þetta hljómar e.t.v. kalt en hvernig getur það verið öðruvísi?
Mannkynssagan er full af dæmum um auðlindalaus sker með ómenntuðum íbúum sem tóku upp kapítalisma og urðu moldrík.
Munurinn á Suður- og Norður-Kóreu er ekki munur á fólki, náttúruauðlindum, fjarlægð frá mörkuðum eða neinu slíku. Munurinn er viðhorfið gagnvart frjálsum markaði, virðingu fyrir eignarétti og afskiptum hins opinbera af daglegu lífi fólks.
Munurinn á bláfátækri en auðlindaríkri Kambódíu og auðlindalausa en moldríka steinklumpinum sem kallast Singapore aðeins sunnar er ekki í aðalatriðum fjarlægð frá helstu skipaleiðum. Singapore er eitt frjálsasta hagkerfi heims og þannig varð landið ríkt.
Fyrir örfáum áratugum var Asía helsta vandamál heimsins. Þar geisuðu skæðustu hungursneyðirnar og farsóttirnar. Síðan fóru ríki Asíu að opnast fyrir heimsversluninni og finna hlutverk sitt í því flókna gagnverki sem heimsverslunin er. Afríka sat eftir í sósíalisma og Afríka er því orðið stærsta vandamálið.
Í stað þess að senda peninga og óskir um gott gengi til Afríku ættu ríkari íbúar heimsins að senda þangað beiðnir um frjálsa verslun og e.t.v. gott lesefni um ágæti hennar í leiðinni.
Skiptir öllu hvar fólk fæðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.