Á nú endanlega að tryggja kjör Trump til forseta?

Anonymous, hópurinn sem meðal annars hefur ráðist á vefsíður íslenska ríkisins vegna hvalveiða Íslendinga, virðist ætla að tryggja Donald Trump kjör sem forseta Bandaríkjanna með gríðarlegri fjölgun samúðaratkvæða til hans.

Stuðningur við Trump er mikill og má e.t.v. að miklu leyti kalla óánægjufylgi - óánægju með boðskap annarra frambjóðenda. 

Ég er enginn stuðningsmaður Trump. Ef ég fengi kosningarétt í Bandaríkjunum yrði minn maður frambjóðandi bandaríska frjálshyggjuflokksins, Gary Johnson, og boðskapur hans er gjörólíkur boðskap Trump (og raunar Sanders og Clinton líka). 

Það er synd að hakkarahópur skuli óbeint hampa Trump með aðgerðum sínum, rétt eins og það var synd að hann skyldi leggjast gegn sjálfbærum hvalveiðum Íslendinga með skemmdarverkum. Það er stór munur á þessum hópi og aðalpersónu V for Vendetta þótt báðir aðilar skarti sömu grímu. 


mbl.is Í allsherjarstríð gegn Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband