Vandamál númer 1: Ríkið kaupir of mikið

Það kemur vonandi ekki neinum á óvart að fé skattgreiðenda fossar út við innkaup á allskyns óþarfa. Tölvur, skjáir og skrifborð - allt er þetta endurnýjað alltof oft og þegar endurnýjun á sér stað er allt keypt á alltof háu verði. 

Nú einskorðast svona lagað vitaskuld ekki við ríkisvaldið. Einkafyrirtæki eyða líka miklu fé í dýra hluti. Munurinn er hins vegar sá að þar þarf einhver að sjá á eftir fé úr eigin vasa. Eigendur einkafyrirtækja standa vaktina stíft og fylgjast vel með því að endurnýjun sé ekki óþarflega ör um leið og starfsmenn eiga ekki að þurfa að sóa tíma sínum með því að eiga við úrelda tækni.

Hjá opinberum stofnunum er þetta bara spurning um að ná að kreista meira af fé annarra inn á eigin útgjaldareikning. Aðhaldið verður einfaldlega allt öðruvísi - ómeðvitað eða meðvitað verra.

En gott og vel - gefum okkur að ríkisvaldið verði áfram risastórt og þurfi að kaupa ógrynni af tölvum, tækjum og tólum. Hér er sparnaðarhugmynd: Kaupa notað! Gömul Windows-tölva getur upplifað endurnýjun lífdaga með örlítilli hreingerningarvinnu og ókeypis Linux-stýrikerfi. Notaðir tölvuskjáir falla til í heilu gámaförmunum á hverju ári og má alveg nýta. Síðan má bjóða öll þessi innkaup út og þá meina ég ekki að opinberar stofnanir sameinist um að kaupa heldur má ráða verktaka til að sjá um innkaup - verktaka sem hagnast vel á því að finna bestu verðin. 

Vandamálið er samt að ríkisvaldið er of stórt og þarf of mikið af dóti. Í slíku ástandi felst kjarni málsins. 


mbl.is Vilja bæta opinber innkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein skýringin á bruðli ríkisins er að yfirmönnum stofnana þess er refsað fyrir að sýna aðhaldssemi.

Við niðurskurð er jafnmikið skorið niður hjá þeim sem hafa sýnt mesta aðhaldssemi og hjá hinum sem hafa bruðlað.

Þannig leiðir aðhaldssemi til hreins fjárskorts hjá viðkomandi stofnun meðan þeir sem hafa bruðlað hafa svigrúm til að taka á sig niðurskurð. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 17:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ætli það sé ekki alveg hárrétt. Opinber rekstur hefur heldur engan mælikvarða á hvað eru rétt útgjöld og hvað eru röng. Hann getur ekki mælt árangur rekstursins á sama hátt og einkafyrirtæki: Með því að athuga hvort hagnaður hafi orðið á rekstrinum eða tap. Opinberar stofnanir fá úthlutað ákveðnu fé sem má telja algjörlega handahófskennt og eyða svo ýmist meira eða minna en því sem er úthlutað. Þetta er því nokkurn veginn óumflýjanlegt ástand. 

Geir Ágústsson, 14.3.2016 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband