Miðvikudagur, 24. febrúar 2016
Detroit Íslands
Ætlar Hafnarfjörður að breytast í Detroit Íslands?
Detroit var á sínum tíma höfuðborg bílaiðnaðar Bandaríkjanna og á þeim tíma þar með heimsins. Þarna voru bestu bílarnir framleiddir og þeir voru líka á hagstæðu verði. Fyrirtækin græddu vel og borguðu starfsmönnum sínum betur en gekk og gerist til að halda í þá bestu.
Síðan mættu verkalýðsfélögin á svæðið og byrjuðu að heimta. Í skjóli löggjafarinnar gátu þau knúið á um enn hærri laun, betri tryggingar og torveldari uppsagnarferla. Starfsmenn urðu latir. Talað var um "mánudagsbíla" - þá sem voru framleiddir á mánudögum þegar starfsmenn voru þreyttir og latir.
Gæði bíla versnuðu og verð á þeim hætti að vera samkeppnishæft. Detroit dróst aftur úr samkeppnisaðilunum.
Um leið minnkaði framboð vinnu og fólk hóf að flýja borgina. Verkalýðsfélögin gáfu ekkert eftir en um leið var líkaminn sem þau nærðust á að deyja. Borgin varð skuldsettari og skuldsettari.
Árið 2013 lýsti Detroit sig gjaldþrota.
Verður Hafnarfjörður að Detroit Íslands?
Verkallsverðir stöðvuðu útskipunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verður Reykjavík ekki á undan Hafnarfirði að jafnast á við Detroit?
Kolbrún Hilmars, 24.2.2016 kl. 16:24
Voru bílaverksmiðjurnar í Detroit í eigu sveitarfélagsins?
Skil ekki alveg þetta meinta samhengi þar á milli...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2016 kl. 17:22
Ég held þú verðir að kynna þér söguna betur Geir, Það var Henry Ford einn stærsti bílaframleiðandinn sem reið á vaðið með launa hækkanir til starfsmanna sinna, með það í huga að ef starfsfólk hanns hefði hærri laun þá hefðu þeir líka efni á að kaupa bíla af honum :D
Haraldur (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 17:52
Hér þarf e.t.v. að skerpa punktinn:
Verkalýðsfélög geta, í krafti lagaverndar, gert fyrirtæki gjaldþrota, drepið atvinnulífið og dregið hagkerfi til dauða.
Það er sjálfsagt að launafólk sameinist í samtökum sem berjast fyrir hagsmunum þeirra en að þessi samtök hafi sérstakt leyfi til að koma í veg fyrir að fólk vinni störf og sætti sig við önnur kjör - það er ofbeldi.
Geir Ágústsson, 24.2.2016 kl. 18:10
Það voru ekki verkalýðsfélö0gun per se. Það vöru *þessi ákveðnu* verkalýðsfél0g, og aðrir samverkandi þættir sem drápu Detroit.
Verkalýðsfélög í evrópu eru til dæmis ekki að sliga neinn, mér vitandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2016 kl. 19:44
Guðmundur Ásgeirsson hvaðan heldur þú að Detroit hafi fengið fjármagn á blóma skeiði borgarinnar, so to speak?
Ríki og bær framleiðir ekkert fjármagn, heldur tekur fjármagn frá einstaklingum og fyrirtækjum og útbítir fjármagni til að reka báknið, velferðarkerfið og letingjana.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.2.2016 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.