Þriðjudagur, 23. febrúar 2016
Innflytjendur flytja inn meira en spennandi uppskriftir
Með innflytjendum koma ekki bara spennandi og framandi uppskriftir, aukið úrval veitingahúsa og ferskur blær hugmynda.
Með innflytjendum koma líka hugsanir þeirra, hugmyndir, menning og skoðanir.
Ekki er þar með sagt að það sé eitthvað slæmt. Nú vita t.d. Danir alveg hvað fylgir íslenskum innflytjendum: Ásókn í nám og bætur, nothæft vinnuafl, aukin bjór- og nammisala og illa lyktandi samkomuhús vegna þorrablóta og hangikjötssuðu.
Innflutt menning og innfluttar skoðanir eru líka frekar áhrifalausar ef fjöldi innflytjenda er lítill þannig að þeir þynnist vel út meðal innfæddra. Þannig eru þorrablótsmenguð samkomuhús fá og langt á milli þeirra. Fjöldinn má heldur ekki vera meiri en svo að atvinnulífið og skólarnir geti ekki með góðu móti gleypt hann án róttækra breytinga á umgjörð sinni.
Nú ætla ég ekki að fullyrða að nauðgun sé einhver sérstakur hluti af menningu sums flóttafólks í Noregi. Þó telja Norðmenn sig hafa ástæðu til að setja karlkynsflóttamenn á sérstök námskeið þar sem þeim er "kennt ýmislegt er varðar menningarmun í réttindum kvenna og viðeigandi framkomu í þeirra garð milli heimalanda fólksins og Noregs."
En sem sagt, þá er því haldið til haga.
Ákærðir fyrir hópnauðgun í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Sniðugt hjá Norðmönnum að setja kynjagleraugun á þá. Nató er sko ekki bara saumaklúbbur.
http://kjarninn.is/folk/2016-01-17-eini-islendingurinn-hja-nato-vinnur-ad-betri-heimi-fyrir-konur-i-stridi/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2016 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.