Miðstýring - ekki fjármögnun - er vandamálið

Það er enginn vandi að fá meira fé inn í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það þarf bara að innleiða hið norræna módel í heilsbrigðisþjónustu og yfirgefa það sovéska sem nú viðgengst. 

Hið norræna módel er samhliða rekstur opinbers kerfis og einkarekinna stofnana/fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Hið opinbera kerfi er þá svipað því á Íslandi: Greitt með skattfé og uppfyllir ákveðnar lögbundnar skyldur (en er alveg gríðarlega óhagkvæmt). Við hlið þess er svo einkarekið kerfi: Einkaaðilar sem bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og meðhöndlun á ýmsum kvillum. Oftar en ekki eru þeir með samning við hið opinbera og uppfylla kröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjónustu. Fyrirtæki og einstaklingar tryggja sig gjarnan sérstaklega til að komast að hjá þeim. Fjölbreytnin er mikil. 

Einkaaðilar létta á álaginu á hið opinbera kerfi. Það er því ekki hægt að tala um eina röð í meðhöndlun sem sumir geta borgað sig fram fyrir, heldur tvær raðir sem eru þá báðar styttri en ef bara væri um eina röð að ræða.

Ef Íslendingar vilja líta til Norðurlandanna eftir fordæmum þá breyta þeir lögum og reglum og skattkerfi þannig að svigrúm fyrir stóraukinn einkarekstur myndist. Þá þarf ekki lengur að ræða hina einu réttu upphæð sem þarf að koma úr vösum skattgreiðenda því tvenns konar upphæðir verða til: Þá sem skattgreiðendur leggja til og síðan allt hitt. 

Á Íslandi geta sjóndaprir baðað sig í samkeppni um hagstæðustu kjörin fyrir nýjustu tækni. Hið sama gildir um þá sem vilja stækka á sér brjóstin eða sprauta í varirnar á sér. Megi sem flestir sem vilja leita til læknis á Íslandi njóta sama úrvals og sömu fjölbreyttni! 


mbl.is Segir gagnrýni byggja á hvatvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband