Verkefninu sem lýkur aldrei

Ef þróunaraðstoð hefur einhvern tíman verið lýst í einni setningu þá er það þessi: 

Guðmund­ur sagði að þessu verk­efni lyki aldrei því á hverju ári byrjaði nýr sex ára bekk­ur í skól­un­um.

Því hvað er þróunaraðstoð? 

Hún er aðstoð - í formi verðmæta (vinnu, peninga, tækja) - sem einhver efnaður veitir einhverjum fátækum.

Hún er aðstoð sem er veitt af einhverjum sem framleiðir mikil verðmæti til þess sem framleiðir lítil verðmæti.

Hún er aðstoð kapítalista sem er veitt til sósíalista. 

Seychelleseyjar í Indlandshafi eru e.t.v. paradís á jörð frá náttúrunnar hendi en engu að síður er fátækt þar mikil. Af hverju eru eyjurnar ekki moldrík ferðamannaparadís, efnuð fiskveiðiþjóð eða eftirsótt athvarf fyrir efnaða gamlingja úr öllum heimshornum? Ef þarna eru aldrei óveður og náttúran gjöful af hverju þarf þá litla Ísland að kaupa tölvur fyrir skólakrakkana?

Yfirleitt (og að ég ég tel án undantekninga) má rekja fátækt til heimatilbúinna hafta á frjálst framtak. Fljótt á litið sýnist mér eyjurnar vera vafðar inn í opinber afskipti: Mikla opinbera eyðslu, umfangsmikla ríkiseign á fyrirtækjum og eilíft fikt við gjaldmiðil eyjaskeggja. 

Þessum eyjum á að bjarga með því að gefa krökkum tölvur. Það er gott að krakkar hafi aðgang að upplýsingum og tækjum og tólum en það er til lítils ef þessir krakkar fá aldrei tækifæri til að spreyta sig á frjálsum markaði og læra að framleiða verðmæti. Þá standast orðin hér að ofan - aðstoðinni lýkur aldrei

Hvernig væri að gefa eintak af bókinni Economics in One Lesson með hverri tölvu svo krakkarnir læri ekki bara að forrita og spila tölvuleiki heldur líka að kjósa yfir sig yfirvöld sem flækjast síður fyrir þeim og koma sér þar með undan þörfinni á að láta aðra kaupa tölvur fyrir sín eigin börn þegar fram líða stundir? 


mbl.is Tölvuvæðing kom frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband