Góð fyrirmynd (fyrir suma)

Tryggvi Hansen ætti að geta reynst mörgum góð fyrirmynd. Í stað þess að taka þátt í samfélaginu sem hann fyrirlítur dregur hann sig úr því. Ég geri ráð fyrir að hann fjármagni þetta val sitt úr eigin vasa (þar á meðal flíkurnar sem hann þarf á að halda til að halda lífi) og að eigandi skógarins sem hann dvelur í sé ekki mótfallinn veru hans þar. 

Þetta mættu margir taka sér til fyrirmyndar. Miðað við umræðuna eru margir orðnir þreyttir á ruglinu eins og það er gjarnan orðað. Það er dýrt að lifa. Launin eru lág. Húsnæðið er dýrt. Það er dýrt að reka bíl og fjölskyldu. Þetta er rugl! Samfélagið er firrt!

Sem betur fer er frjálst samfélag þannig skrúfað saman að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hagað lífi sínu þannig að það veiti hámarksánægju fyrir hvern og einn. Ekki eru allir steyptir í sama mót og vilja það sama. Tryggi Hansen virðist hafa fundið rjóður þar sem má dveljast óáreittur. Megi sem flestir formælendur samfélagsins gera eitthvað svipað. 


mbl.is „Allir í þessu miðstéttardópi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband