Laugardagur, 16. janúar 2016
Banki að búa til viðskipti fyrir sig?
Hagfræðideild Landsbankans virðist vera að leita að nýjum verkefnum - einhvers konar umsýslu með peninga sem ríkisvaldið hirðir af fólki og fyrirtækjum undir fána umhverfisverndar.
Hagfræðideildin stingur í því samhengi upp á allskyns skattlagningu og tollaálagningu sem á að bjarga heiminum frá glötun.
Nú get ég ekki tekið rök hagfræðideildarinnar alvarlega og þykist sjá í hugmyndum hennar augljósa viðleitni til að hoppa á grænu bylgjuna og græða á henni. Svona haga mörg fyrirtæki sér. Þau smjaðra fyrir pólitískum rétttrúnaði og vonast til að krækja í bita í leiðinni. Það er ekkert nýtt. Svona haga margar ríkisstofnanir sér líka. Á meðan það er hægt að vonast til að næla sér í sneið af fé annarra undir verndarvæng ríkisvaldsins þá verður slíkt aldrei stöðvað.
Mengun er ekki viðfangsefni sem fer hinu opinbera vel. Hérna er eignarétturinn og frjáls samskipti og viðskipti miklu öflugri tæki. Í Vestur-Evrópu voru grænir skógar en í Austur-Evrópu féll súrt regn.
Megi Hagfræðideild Landsbankans leita á önnur mið en þau sem ríkisvaldið dælir fé skattgreiðenda í.
Tollur gegn loftlagsbreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.