En það er bara pláss fyrir eitt heilbrigðiskerfi

Á Íslandi slást þrjú fyrirtæki með sín eigin dreifikerfi um rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund hræður (auk ferðamanna) þegar kemur að því að veita símaþjónustu, internet og allskyns aðra margmiðlunarþjónustu. Öll fyrirtæki sitja á dýrum dreifikerfum sem krefjast stanslausrar endurnýjunar, viðhalds og rekstrarþjónustu. Verð fer lækkandi. Gagnamagn fer vaxandi. Markaðurinn er stanslaust að endurnýja sig með sameiningu, stofnun nýrra samkeppnisaðila og breytinga á kröfum og smekk notenda. Erlendir aðilar gætu gert innrás á hverri stundu og sópað til sín viðskiptavinum. 

Fyrir utan stóru símfyrirtækin eru önnur lítil sem kaupa aðgang að dreifikerfum þeirra og bjóða upp á sína eigin þjónustu. 

Það virðist vera pláss fyrir öll þessi fyrirtæki. Ef ekki, þá fækkar þeim. Ef pláss myndast fyrir fleiri fyrirtæki mun einhver koma á augu á það, finna fjárfesta og hefja rekstur.

En skiptum nú um vettvang. Sumir telja að það sé bara pláss fyrir einn rekstraraðila heilbrigðiþjónustu á Íslandi sem hefur þó þann sveigjanleika að geta laðað erlenda viðskiptavini til sín. Það virðist, að mati sumra, bara vera pláss fyrir eitt menntakerfi þótt menntun krefjist lítillar yfirbyggingar (skólastofu, kennara, kaffivélar, bóka, rafmagns og internettengingar, svona helst). 

Það virðist bara vera pláss fyrir eitt vegakerfi.

Með öðrum orðum: Þegar ríkisvaldið á í hlut virðist bara vera pláss fyrir einn aðila á markaðinum og þessi aðili getur aldrei lækkað verð eða bætt við þjónustuna nema seilast dýpra í vasa skattgreiðenda. Hvernig stendur á því?

Hvernig væri að rjúfa aðeins vítahring vanans og leyfa sér að hugsa aðeins ríkisreksturinn upp á nýtt.

Hvernig væri að ímynda sér að ríkisvaldið komi hvergi nærri menntun og heilbrigðisþjónustu? Væri það svo slæmt? Væri slæmt að hafa haug af einkafyrirtækjum að keppa í verði og gæðum hér eins og annars staðar? Heilbrigðisþjónusta sjónleiðréttinga er einkarekin á Íslandi. Af hverju þarf að leggja hindranir í veg fyrir annars konar einkarekna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Foreldrar kenna börnum sínum heima. Af hverju mega ástríðufullir einstaklingar ekki kenna börnum annarra líka, gegn greiðslu sem kæmi á kostnað skattheimtunnar? 

Þeir sem hafa áhyggjur af fátæklingum geta vitaskuld gert ráðstafanir til að slökkva á þeim áhyggjum, aðrar en að siga lögreglunni á fólk og hafa af því fé. 

Vítahringur vanans flækist fyrir mörgum. Kannski tekst einhverjum að brjótast út úr honum á nýja árinu. 


mbl.is Samkeppni einkenndi markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband