Sorpa: Risaeðla á tækniöld

Starfssemi Sorpu er gamalt, úrelt, rándýrt og lélegt fyrirkomulag sorphirðu og -flokkunar. 

Auðvitað eru verðmæti í sorpinu eins og öðru. Það segja talsmenn endurvinnslu og flokkunar sjálfir. Þar með er hægt að leggja niður opinbera sorphirðustarfssemi og hleypa einkaaðilum að. Það er bara ekki hægt á meðan borgin sjálf (eða sveitarfélög almennt) hefur völd til að ákveða hver má og hver má ekki fara í samkeppni við sig. 

Fólk á að geta krafist þess að geta bara hent fullum ruslapokum ofan í risastóra ruslatunnu við dyrnar hjá sér og síðan beðið eftir ávísun í pósti fyrir að hafa látið verðmætt sorpið frá sér. Einkaaðilar sækja síðan sorpið, flokka það og finna í því verðmæti, t.d. lífrænan úrgang, málma og pappír, sem verður að verðmætri söluafurð án aðkomu skattgreiðenda. 

Enn betra væri að geta bara opnað lúgu inni á heimilinu og látið sorpið detta ofan í stóra trekt sem sýgur sorpið út, svipað því og gildir um skólp. 

Troðfullir gámar sem þarf að keyra illa lyktandi sorpinu að í nýþvegnum bílum eru glatað fyrirkomulag. Hlé á sorphirðu á meðan sorpframleiðsla er hvað mest er líka glatað fyrirkomulag.

Megi hið opinbera hætta sem fyrst að vasast í einhverju sem það ræður ekkert við, fyrir gríðarlegt fé. 


mbl.is Opið í Sorpu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er augljóslega ekki mikill sérfræðingur í því sem þú bloggar um. Þú hafðir allavega ekki mikið fyrir því að kynna þér starfsemi SORPU áður en þú tjáðir þig. Staðreyndin er sú að SORPA sækir ekki ruslið heldur tekur bara á móti því og ábyrgist rétta meðhöndlun á því. Einkafyrirtæki sækja allt rusl og flytja það til SORPU. SORPA flokkar það eins og hægt er og kemur því í réttan farveg. Einkafyrirtæki gætu keypt hráefnið af SORPU ef þeir hafa áhuga á að vinna það. Markmið SORPU er að farga sem minnstu, endurnýta og endurvinna sem allra mest. Kynntu þér málið áður en þú ferð með svona staðlausa stafi. www.sorpa.is

B

Birgir Gudmundsson (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband