Í aðdraganda jólanna

Senn koma jól. Á þessum árstíma njótum við tímans með fjölskyldu okkar, skiptumst á gjöfum, borðum góðan mat, klæðumst snyrtilegum fötum og njótum afraksturs brauðstritsins. Margir hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda - sjúklinga, íbúa fátækra ríkja, flóttamanna, götufólks og fátæklinga almennt. Við vonum að allir geti átt gleðileg jól, sama hvað líður líkamlegri eða andlegri heilsu og fjárhagslegum aðstæðum. 

Þeim sem vegnar ágætlega - sem er hratt stækkandi hluti mannkyns - geta leyft sér að fagna og slappa af. Margir gefa til góðgerðarmála og vona að peningarnir skili sér til þeirra sem á þurfa að halda. Aðrir bjóða fram krafta sína til að þeir sem eiga um sárt að binda geti átt gleðileg jól. 

Ég hugsa oft til þeirra sem búa til erfiðar aðstæður, njóta fárra tækifæra til að bæta aðstæður sínar og til þeirra sem eru njörvaðir fastir við fátækt og hungur vegna ytri aðstæðna. Það er nefnilega oft hægt að rekja ástæður fátæktar og vosbúðar til ytri aðstæðna. Fyrir örfáum áratugum var Asía hið stóra vandamál heimsins, svo dæmi sé tekið. Þar bjuggu hundruðir milljóna við fátækt og hungur og höfðu fá tækifæri til að brjótast úr erfiðum aðstæðum. Síðan breyttust ytri aðstæður. Böndin, sem bundu fólk við fátækt, voru losuð eða skorin. Hundruðir milljóna gátu leitað uppi og nýtt sér tækifæri til að bæta hag sinn. Ófrjáls viðskipti urðu frjálsari. Boð og bönn voru rýmkuð. Fátækt gaf eftir og velmegun tók við.

Í dag er Afríka í vandræðum. Þar geysa stÅ•ið og hungur plagar tugi milljóna. Fólki er haldið niðri af kerfinu, ef svo má segja. Fátæktin er, í stuttu máli, heimatilbúin og henni er haldið við af stjórnmálamönnum með misskilar hugmyndir og hugsjónir.

Á jólunum hugsa margir til skemmri tíma og óska þess að næg aðstoð sé í boði til að fleyta fólki í gegnum árstímann og veitt skammvinna vellíðan. Til lengri tíma eigum við að hugsa um það hvernig allir geti átt gleðileg jól án aðstoðar ókunnugs fólks. Hvernig geta sem flestir notið jólanna á grundvelli eigin vinnu og verðmætasköpunar, í friðsælu umhverfi og við góða heilsu?

Gefum heiminum kapítalisma í jólagjöf og þannig heimsbyggðinni sem gleðilegust jól, ekki bara hér og nú yfir stuttan árstíma, heldur til lengri tíma, og alltaf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband