Ríkisvaldið sem fyrirstaða

Það er gott að einhverjir séu að hugleiða breytt hlutverk opinberra sjóða eða breytta aðkomu ríkisvaldsins að einhverju. Því miður virðist slík umræða samt alltaf leiða til þess að meira skattfé eigi að eyða í eitthvað. Sjóðum skal fjölga og það hugsað upp á nýtt hvernig ríkisvaldið velur í vinningslið og hverjir tapa í kapphlaupinu við skattfé annarra.

Það væri óskandi að fleiri gerðu sér grein fyrir að ríkisvaldið er fyrst og fremst fyrirstaða þegar kemur að nýsköpun. Í fyrsta lagi skattleggur það allt og alla sem kostar sitt og kæfi margar hugmyndir í fæðingu. Í öðru lagi þarf að sækja um leyfi fyrir nánast hverju sem er, sem er dýrt og kæfir marga hugmynd í fæðingu. Menn þurfa líka að passa sig á að skila ekki hagnaði strax og þegar sprotafyrirtækið er á viðkvæmu vaxtarferli því þá eykst skattheimtan enn. Ekki er samt betra að skila tapi og safna dýrum skuldum í rýrnandi gjaldmiðli á himinháum vöxtum sem bankarnir krefjast til að fjármagna sín eigin útgjöld til ríkisvaldsins. 

Nú fyrir utan að opinberir styrkir eru letjandi - þeir eru fé sem rignir af himnum ofan fyrir hina heppnu móttakendur.

Ef ríkisvaldið vill að einkafyrirtæki eyði meira fé í nýsköpun þá ætti það að hætta að skattleggja þau. Ef ríkisvaldið vill að einstaklingar stofni sprotafyrirtæki og stundi nýsköpun þá á það að slaka á taumnum og fjárþorsta sínum og einfalda leiðarkerfið í gegnum reglugerðarfrumskóginn. Ef ríkið vill laða fjárfesta að markaði nýsköpunar þá þarf það bara að lækka skatta almennt og koma sér úr veginum og gefa þannig þau skilaboð að nýsköpun sé einkamál hvers og eins sem ekki sé hægt að gera ráð fyrir að skattgreiðendur fjármagni. 

Tækniþróunarsjóð á að leggja niður, skattfé hans á að skila til skattgreiðenda í formi lægri skatta og opinberar hindranir á nýsköpun á að afnema. Þannig nást öll þau markmið um nýsköpun sem menn láta sig dreyma um og gott betur. 


mbl.is Rétt að endurskoða Tækniþróunarsjóð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þín skoðun á Hitler?

Refsarinn (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 16:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann var ófreskja sem fékk að fljóta upp á yfirborðið þegar hefðbundnari stjórnmálamenn voru búnir að steypa öllu samfélaginu á hausinn - eitthvað sem hefðbundnir stjórnmálamenn eru í óða önn að gera í dag. 

Geir Ágústsson, 23.12.2015 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband