Ríkisrekstur er bjarnargreiði

Að byggja mikinn ríkisrekstur ofan á samfélag til þess að hjálpa fólki og stuðla að einhverju jákvæðu er eins og að veita einhverjum bjarnargreiða. Ríkisreksturinn hleður fljótlega svo miklum álögum og þyngslum ofan á samfélagið að það hrynur undan þunganum. 

Tökum dæmi: Ríkisvaldið ákveður að það muni nú sjá öllum sjóndöprum fyrir viðeigandi sjóntækjum og þjóðnýtir á einu bretti allar gleraugnabúðir, augnlæknastofur og aðra aðila sem stunda sjónleiðréttingar. Í staðinn er öllum sjóndöprum lofað viðeigandi sjóntækjum - linsur fyrir íþróttafólk, gleraugu fyrir skrifstofufólk og svo framvegis. Enginn muni lengur þurfa að greiða fyrir slíkt úr eigin vasa - allt verði nú fjármagnað með skattfé.

Frábært, ekki satt? Nú sitja sjóndaprir við sama borð og hjartveikir, slasaðir og pestarsjúkir! Nú verða ekki sumir vel settir með bestu fáanlegu gleraugun á meðan aðrir þurfa að láta sér nægja þykka flöskubotna úr Kolaportinu.

En hvað gerist í leiðinni?

Í stað ötulla starfsmanna einkafyrirtækja í leit að mestum fáanlegum viðskiptum í viðleitni til að skila hagnaði eru nú komnir daufir opinberir starfsmenn sem fá sín laun sama hvað, og geta jafnvel búist við að fá meiri laun ef þeir standa sig illa eða sóa miklu fé (bera þá við fjárskorti og fara í verkfall).

Í stað einkaaðila í eilífri samkeppni í að útvega bestu lausnir á sem hagstæðustu kjörum tekur við þunglamalegt kerfi sem þarf að raða fólki í biðraðir, rýra gæði varnings og þjónustu til að fara ekki fram úr fyrirframaákveðnum fjárframlögum og innleiðir flókið kerfi af beiðnum og biðlistum.

Í stað þess að efnaðir einstaklinga geti sett mikið fé í nýjustu tækni og þannig stuðlað að þróun hennar sem síðar leiðir til þess að hún lækkar í verði eru allir settir undir sama hatt. Þannig er stuðlað að því að úrelt tækni verði sú eina í boði. Að vísu munu þá hinir öfundsjúku sofa betur, vitandi að allir hafi það jafnskítt, en til lengri tíma bitnar þetta illa á öllum, en þó verst á þeim sem þurfa nýrri tækni til að hafa bærilega sjón.

Ríkisvaldið er eins og krabbameinsfruma sem á að ráðast á aðrar illkynja frumur á líkamanum en endar á því að breiða sig út til heilbrigðu líkamshlutanna og drepa þá líka.

Að óska sér meiri ríkisreksturs í nafni háfleygra hugsjóna er bjarnargreiði. Ég segi nei takk. 

 


mbl.is Vantalið um tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum líka sent alla gömlu hippana í gúmmíbát til Afríku.  Frelsið er yndislegt :)

http://www.ruv.is/frett/aldradir-thjodverjar-sendir-til-utlanda

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband