Bati þrátt fyrir ríkisstjórnina, ekki vegna hennar

Það sem kom fyrir Ísland eftir seinustu kosningar var ríkisstjórn sem einfaldlega einbeitti sér að fáum verkefnum frekar en mörgum. Það er mín tilfinning að ríkisstjórnin reyni að vinna það vel sem hún tekur sér fyrir hendur frekar en að æða áfram og gerir helst ekki neitt í varfærni sinni. Sem dæmi má nefna áætlunina um afnám gjaldeyrishaftanna sem vonandi sér bráðum fyrir endann á.

Andstæðan er fráfarandi ríkisstjórn. Hún var eins og hvirfilbylur sem sópaði að sér öllu og skildi það eftir í rjúkandi rústum.

Enn betra væri auðvitað að hafa ríkisstjórn sem æddi hiklaust áfram í að skera ríkisvaldið niður í brot af því sem það er í dag. Því miður virðist það samt ekki vera raunin.

Það má því segja að sá efnahagsbati sem á sér stað á Íslandi í dag sé að eiga sér stað þrátt fyrir ríkisstjórnina en ekki vegna hennar. Menn eiga því að fara varlega í að tjá sig úr ræðupúlti Alþingis þegar þeir hrósa sjálfum sér. Hérna væri örlítil hógværð við hæfi. 

Ég vil í leiðinni hvetja ríkisstjórnina til að afnema sem flesta skatta og einkavæða eða leggja niður í ríkisrekstrinum sem svarar til sparnaði við slíkar aðgerðir. 


mbl.is Hraðasta kjarabót um áratugaskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þín skoðun á Pírötunum?

Refsarinn (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 15:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stundum góðir, stundum ekki.

Geir Ágústsson, 4.12.2015 kl. 18:52

3 identicon

Ég held að ég sé sammála þér í flestum málum.

Refsarinn (IP-tala skráð) 4.12.2015 kl. 21:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var ágætt, huldumaður. Næsta skref hlýtur væntanlega að vera að tjá skoðanir sínar undir nafni ekki satt?

Geir Ágústsson, 7.12.2015 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband