Afæturnar skammta sér fé

Hið opinbera hefur nú ákveðið að ráðamenn hins opinbera fái ágætis búbót, eins og það er orðað í fréttinni.

Nú má vel vera að laun þurfi að hækka til að halda í við langtíma meðaltalsrýrnun á kaupmætti krónunnar svo að launakjör haldist a.m.k. óbreytt. Mér sýnist hins vegar vera eitthvað allt annað í gangi hérna.

Nú má vel vera að hátt launaðir opinberir starfsmenn þurfi að fá enn hærri laun því annars á hið opinbera á hættu á að þeir stingi af til betur borgaðra starfa hjá einkageiranum og skilji eftir sig mikið holrými í stjórnsýslunni. Mér sýnist hins vegar vera eitthvað allt annað í gangi hérna.

Nú má vel vera að til að tryggja starfsfrið opinberra ráðamanna þá þurfi að borga þeim vel - betur í dag en í gær - svo þeir geti sinnt starfi sínu af yfirvegun. Ég efast samt um að það sé það sem er í gangi hérna.

Nú má vel vera að upphæðirnar sem um er að ræða spili ekki stórt hlutverk í hinum opinbera rekstri - að það sé mikilvægara að hinir lægri settu og fjölmennari séu á lágmarkstöxtum svo ríkisreksturinn fari ekki á hliðina. En má þá ekki segja það hreint út?

Er ekki einfaldlega um það að ræða að hátt settir ráðamenn eru hérna að skammta sér meira af fé skattgreiðenda en nauðsyn krefur?

Til er fjölmennur hópur sem finnst að ríkisvaldið eigi að vera með puttana í öllu - í allskyns rekstri, eftirliti og umsýslu. Þeir þurfa að svara fyrir þetta. Hið opinbera mun alltaf sópa til sín eins miklu og það kemst upp með og skammta síðan ránsfengnum til lykilhópa. Þeir sem umbera stórt ríkisvald og ljá því jafnvel stuðning sinn þurfa að svara fyrir það.

Það er fyrir löngu kominn tími til að minnka ríkisvaldið um a.m.k. 90% og koma á einhvers konar samræmi milli kostnaðar og þjónustu í þeim verkefnum sem ríkisvaldið einokar í dag, ýmist beint (með lögbanni á rekstur einkaaðila) eða óbeint (með hindrunum eins og sköttum og háum leyfamúrum). Það er best gert með sölu ríkiseigna og -fyrirtækja og afnámi allskyns íþyngjandi stjórnsýslu og opinbers eftirlits. 


mbl.is Laun forseta hækka um tæp 200 þús.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband