Kröfur þegar fyr­ir­tæki noti efsta stig lýs­ing­ar­orðs

Á Íslandi gera yfirvöld "þegar fyr­ir­tæki noti efsta stig lýs­ing­ar­orðs". Jæja þá, íslenskir neytendur þurfa kannski á slíku að halda því annars hlaupa þeir glórulausir inn í verslanir sem nota efstastig og segjast t.d. ódýrastur eða með mesta úrvalið.

Íslensk yfirvöld geta samt ekki varið íslenska neytendur með sama hætti erlendis, t.d. í Danmörku. Í Danmörku er önnur hver verslun "ódýrust" eða "með mest úrval" eða "með bestu tækin". Ég sé að vísu ekki neytendur hlaupa eins og höfuðlausar hænur á eftir slíkum auglýsingum. Mig grunar að þeir geri verðsamanburð og fleira slíkt og taki sjálfstæðar ákvarðanir.

Íslenskir neytendur í útlöndum þurfa sennilega að vera í reglulegu símasambandi við íslensk yfirvöld til að skera úr um rétta notkun á lýsingarorðum í efstastigi. 

Það er gott að ríkið passar upp á okkur og bara sanngjarnt að það sjúgi til sín vænar summur á hverju ári úr vösum skattgreiðenda til að fara yfir auglýsingar og sannreyna að málfar þeirra standist ítrustu sönnunarkröfur dómstólanna. 


mbl.is Auglýsing Skeljungs bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband