Samflot með Samfylkingu: Snjall leikur fyrir Sjálfstæðismenn?

Stórvinur minn, sem kýs að kalla sig stjórnmálaspekúlant í heimildaskránni, varpaði fram eftirfarandi kenningu (eða ráðleggingu fyrir Sjallana) sem mér finnst sjálfsagt að koma áleiðis, því hún er ekki svo galin!

  1. Mynda stjórn með S
  2. S geldur fyrir það á sama hátt og framsókn
  3. S+D keyra það í gegn á tveimur þingum að gera allt landið að einu kjördæmi
  4. Hinn þegar deyjandi B deyr ENDANLEGA við það
  5. D MOKAR upp hægrifylgi frá B, S er veik
  6. D fær 45% í næstu kosningum þar á eftir og allir (þar) sáttir

 Nr. 2 leysir sig sjálft, því Samfylkingin nýtur einskis trausts og getur bara skaðað sjálfa sig með því að komast í áhrifastöður. Bónus-afleiðingar af þessu stjórnarsamstarfi gætu svo orðið: Aukinn einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfi (Samfylking hefur ekki lýst sig andsnúna því), uppstokkun landbúnaðarkerfisins og aukin fríverslun, sérstaklega við Evrópusambandið. 

Sjáum hvað setur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband