Mánudagur, 19. október 2015
Starfsmenn einkafyrirtækja starfa áfram
Flest verkföll eru hjá fólki sem hefur ekki í önnur hús að venda en hið opinbera. Ríkisvaldið er svo umsvifamikið að það gefur víða ekkert svigrúm fyrir einkafyrirtæki sem gætu viljað spreyta sig í að veita ýmsa þjónustu.
Á Íslandi er t.d. lítið pláss fyrir einkaaðila í heilbrigðisþjónustu þótt eitthvað sé nú sem betur fer að rætast úr því á takmörkuðum sviðum. Vissulega geta sjóndaprir eins og ég flakkað á milli ógrynni einkafyrirtækja sem keppast um að veita bestu fáanlegu tækni, góða þjónustu og gott úrval, en hið sama er ekki hægt að segja um marga heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Verkalýðsfélögin vita þetta og vita að þau geta beitt löggjöf í kringum starfssemi þeirra eins og kylfu á öllum sem standa í vegi þeirra. Að hugsa sér að stéttarfélag geti lamað áfengissölu í landinu! Vonandi verður þess ekki lengi að bíða að slíkt heyri sögunni til með frjálsri sölu áfengis á Íslandi að hætti Dana og Þjóðverja (svo einhverjar frumstæðar og drykkfelldar barbaraþjóðir séu notaðar sem dæmi).
Starfsmenn einkafyrirtækja halda áfram að mæta í vinnuna og leysa sínar launadeilur innanhúss og á friðsælan hátt sem bitnar ekki á sjúklingum eða neytendum. Vonandi er ríkisstjórnin að hugsa til þess á meðan verkalýðsfélög herja á skattgreiðendur og almenning.
Þegar búin að fara fram yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef einhverjir herja á skattgreiðendur í landinu þá er það glæpasamtökin, sem ganga undir nafninu Sjálfstæðisflokkur.
Jóhannes Ragnarsson, 19.10.2015 kl. 19:17
Held að það fólk sem er í launabaráttunni núna hugsi sig tvisvar um þegar næstu kosningar verða.
Sem fyrrum sjúkraliði þá mun ég ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum en það hef ég gert frá því að ég man eftir mér.
Mér hugnast ekki þessi lítlisvirðing sem sjúkraliðum er sýnd núna en þær hafa ávallt fengið það sama og hjúkrunafr.hafa fengið.En það stefnir í skort á sjúkraliðum því þær eru orðnar þreyttar á litlum launum og margar eru að hverfa úr stafi og flestar fara í áframhaldandi nám eða taka stefnuna til Norðurlandanna...
Björg (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 19:21
Ætli sé þá ekki bara best að koma ríkisvaldinu algjörlega út úr rekstri hvers konar þar sem einstaka flokkar geta stundað "glæpastarfsemi" og sýnt hinum ýmsu stéttum lítilsvirðingu um leið og sami flokkur stóreykur útgjöld skattgreiðenda til ríkisrekstursins. Ég sé ekki að það geti neinn orðið sáttur í þessu umhverfi ríkiseinokunar, hvorki þeir sem borga skatta né þeir sem fá þá í laun.
Geir Ágústsson, 19.10.2015 kl. 20:54
Það skiptir aungvu máli hvort reksturinn er innan eða utan ríkisins, Sjálfstæðisflokkurinn eru og verða alltaf sömu glæpasamtökin. Og hvaðan þú hefur þetta hugarfótur þitt um ,,ríkiseinokunina" er flestum mönnum hulið. En sennilega eru pítati, alin upp á Hlemmi með nælur í nefinu og rassakinnunum.
Jóhannes Ragnarsson, 19.10.2015 kl. 21:50
Ég veit ekki betur en að glæpi sé hægt að kæra til lögreglu. Liggur sú kæra fyrir?
Varðandi ríkiseinokun: Prófaðu að opna bjórbúð. Prófaðu að minnka skattgreiðslur þínar til ríkisins og kaupa þess í stað ristilspeglun hjá einkaaðila. Prófaðu að veita einkafyrirtæki aðgang að heimilissorpi þínu. Prófaðu að opna kennslustofu. Prófaðu að kaupa gjaldeyri fyrir milljón. Það er margt sem þú getur gert til að komast að því að ríkiseinokunin leynist allt í kringum þig, ef það var þér dulið.
Geir Ágústsson, 19.10.2015 kl. 23:48
Hvað er að því að vera með nælur í nefinu og rasskinnunum? Eru eyrun ríkisvottuð? Sjálfstæðisflokkurinn er ríkisvottaður. Þarf frekari vitnanna við?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.