Fimmtudagur, 15. október 2015
Græðgi
Að sögn páfa er hagkerfi heimsins óhæft eins og það er í dag. Hann segir að kapítalismi og hagnaður sé ekkert djöfullegt svo lengi sem við gerum þá ekki að átrúnaðargoðum heldur leyfum þeim að vera tæki til aðstoðar.
Páfinn er e.t.v. ekki menntaður hagfræðingur en stundum hittir hann naglann á höfuðið. Ætli hann sé hérna að vísa í útbreidda starfsemi seðlabanka í heiminum sem prenta peninga ofan í vasa hinna ríku og vel tengdu og auðvitað ríkissjóða á meðan aðrir sitja eftir með verðbólguna og skuldirnar? Hver veit!
Ég ætla að leyfa mér að mæla með þessari litlu grein á Deiglan.com fyrir þá sem vilja lesa yfirvegaðar hugleiðingar um græðgi annars vegar og heiðarlegan hagnað hins vegar. Svolítil tilvitnun:
Græðgi er hugtak sem á fyrst og fremst við um það þegar menn verða svo helteknir af efnislegum gæðum og stöðutáknum, að þeir stytta sér leið til þess að njóta uppskeru sem þeir hafa ekki sáð til, eða sem einhver annar hefur sáð til.
Njótið!
Græðgi að rústa heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.